Lífsgleði njóttu

Handbók um varnir gegn áhyggjum

Ef þú vilt, að þessi bók komi þér að sem mestum notum, verðurðu að uppfylla eitt skilyrði, sem er langtum mikilvægara en allar reglur og aðferðir. Allar leiðbeiningar um, hvernig þú átt að haga lestri hennar, eru næstua lítils virði, ef þú uppfyllir ekki þetta skilyrði. Gerirðu það hins vegar, þori ég að staðhæfa, að þú munir ná undraverðum árangri, án þess að kynna þér reglunar um, hvernig þú eigir að lesa bókina, þannig að hún er komi að sem mestum notum.

Hvert er þá þetta þýðingarmikla skilyrði? Aðeins það: að þú hafir einlægan hug á að læra og sért fastákveðinn í að varpa frá þér áhyggjunum og byrja að njóta lífsins.

Hvernig geturðu þroskað slíka löngun hjá þér? Þú skalt stöðugt minna sjálfan þig á, hversu mikilverðar þessar lífsreglur eru fyrir þig. Gerðu þér í hugarlund, hversu auðugra og hamingjuríkara líf þitt verður, er þú hefur tamið þér þær. Endurtaktu hvað eftir annað með sjálfum þér: „Sálarfriður minn heilbrigði, hamingja og e.t.v. einnig fjárhagsafkoma eru að miklu leyti undir því komin, að ég tileinki mér hin gömlu, augljósu og eilífu sannindi, sem finna má í bók þessari. (Heimild: baksíða bókarinnar)

Bókin Lífsgleði njóttu er skipt niður í tíu kafla með undirköflum, þeir eru:

  • Minnisverðar staðreyndir um áhyggjur
  • Kerfisbundin rannsókn á áhyggjum og orsökum þeirra
  • Sigrastu á áhyggjum
  • Sjö leiðir til friðar og hamingju
  • Hin fullkomna aðferð til að sigrast áhyggjum
  • Láttu gagnrýni ekki á þig fá
  • Nokkrar aðferðir til að koma í veg fyrir þreytu og áhyggjur
  • Hvernig á að velja sér skemmtilegt starf
  • Sigrastu á fjárhagsáhyggjum
  • Aðferð mín við að sigrast á áhyggjum: 14 aðilar segja sína aðferðir

Bók þessi fylgdi með í samnefndu námskeiði hér á landi

Ástand: innsíður góðar

Lífsgleði njóttu - Dale Carnegie

kr.900

1 á lager

SKU: 8501403Flokkar: , Merkimiði:

Frekari upplýsingar

Þyngd 0.450 kg
Ummál 15 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

240

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

How to stop worrying and start living

Útgefandi:

Dale Carnegie (fylgdi námskeiðinu)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1995 / 1951 1. útg.

Íslensk þýðing

Jóhannes Lárusson

Höfundur:

Dale Carnegie

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lífsgleði njóttu”