Margit Sandemo ( 23. apríl 1924 – 1. september 2018) fæddist í Valdres í Noregi og er norsk-sænskur rithöfundur. Hún er einna þekktust fyrir bækur sínar um Ísfólkið. Hún hefur einnig skrifað marga aðra bókaflokka eins og Galdrameistarann og Ríki ljóssins. Helsta sérkenni Margit Sandemo sem rithöfundar er ríkt ímyndunarfl, rómantík, spenna og yfirnáttúrulegir atburðir. Söguþræðir bóka hennar eru oft og tíðum flóknir og þræða sig á milli bóka.
Í aðalhlutveki eru sérstakir töfragripir, gömul letur og tákn sem aðalpersónurnar reyna að ráða fram úr til að leysa úr ráðgátunni í tíma, meðan þær berjast við ill öfl. Atburðirnir í skáldsögum hennar gerast að mestu leyti í Evrópu á fyrri tímum og í byrjun nútímans, sérstaklega í Noregi og Íslandi. Stundum lenda aðalpersónurnar í ævintýrum í fjarlægari löndum eins og á Spáni og Austurríki. Miðalda kastalar, skógur sem er undir álögum og friðsæll herragarður eru meðal sögusviðs bóka hennar.
Meðal fyrirmynda hennar eru að sögn Sandemo höfundar á borð við Shakespeare, Dostojevskíj, Tolkien, Agatha Christie og Kjersti Scheen. Hún las öll verk Shakesperes þegar hún var átta ára gömul og var ekki mikið eldri þegar hún byrjaði að lesa glæpasögur. Finnskur kvæðabálkur er þjóðþekktur sagnaskáldskapur um Finnska fólkið, Bangsímon eftir A.A. Milne og Lér konungur voru hennar uppáhald. Á fullorðinsárum hefur hún lesið mun minna því hún óttaðist ómeðvitaðan ritstuld. Hún segir að hún hafi einnig fengið listrænan innblástur frá finnskum málverkum Akseli Gallen-Kallela og Svartálfsmálverkum Garhard Munthe. Hún hefur einnig þegið innblástur frá klassískri tónlist eins og frá tónskáldunum Johann Sebastian Bach og Beethoven og einnig gömlu evrópsku sögunum. Fyrir utan þetta er hún hrifin af Star Wars-myndum, hryllingsmyndum eins og The Silence of the Lambs stjórnað af Jonathan Demme og fyrstu sjónvarpsþáttirnir af og X-files. Í hennar huga eru þó nýjustu þættirnir í seríunni hreint rusl.
Flokkar og fjöldi bóka eftir Margit Sandemo:
Ísfólkið 47 bækur sjá bækurnar hér
Galdrameistarinn 15 bækur sjá bækurnar hér
Ríki ljóssins 20 bækur sjá bækurnar hér
Bækur eftir Margit Sandemo sem er til sölu hjá okkur í Bókalind eru:
- Leita eftir Default
- Sýna 15 Vörur per blaðsíðu