Tímaritið Vikan í þessum flokki eru 5 blöð saman. Tímabil frá 2019 – 2021. Öll í góðu ástandi.
Vikan er blað um konur og fyrir konur á öllum aldri. Í Vikunni fá hversdagshetjur að láta ljós sitt skína og þar er að finna sögur af samtímafólki sem bæði gengur vel og hefur fengið að reyna ýmislegt í lífinu. Í blaðinu eru vönduð viðtöl, lífsreynslusögur, persónuleikapróf og umfjöllun um tísku og útlit, heilsu og megrun, stöðu kvenna, störf, mat, heimili og margt fleira.