Skilmálar

Eigandi að Bókalind er Ritskinna með kennitölu 650386-1599, allir reikningar eru sendir út á nafni Ritskinnu. Bókalind er aðeins til sem vefverslun og er antikbókabúð með notaðar bækur í einstöku tilfellum eru við með nýjar bækur og er það sérstaklega kynnt með viðkomandi verki.  Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu Bókalindar og Ritskinnu til neytanda.  Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.

Skilgreining

Seljandi er Ritskinna kt. 650386-1599.  Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning.  Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára.

Greiðslur og reikningar

Greiðslur fara í gegnum greiðslusíðu Valitor fyrir Bókalind.

Í vefverslun Bókalindar er hægt að greiða með greiðslukorti (debit- og kreditkort) og eins er hægt að millifærsla inn á bankareikning.
Ef greiðandi velur millifærslu inn á bankareikning, þá er reikningur sendur í tölvupósti með nánari greiðsluupplýsingum. Varan verður ekki send fyrr en greiðsla hefur átt sér stað ef um bankamillifærslu er að ræða.
Ef viðskiptavinur greiðir með greiðslukorti þá er varan send um leið og staðfesting fæst frá Valitor.
Fyrirtækið sendir ekki í póstkröfu vegna þess hve dýrt það er fyrir kaupanda.
Til að millifæra inn á bankareikning hjá Ritskinnu knt. 650386-1599 þá er banki Íslandsbanki bankanr. 525-26-401364

Pöntun

Pöntun er bindandi þegar kaupandi hefur staðfest pöntun. Seljandi áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir sem ekki berst greiðsla fyrir innan fimm sólarhringa.

Verð

Öll verð í vefverslun Bókalindar eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verðbreytingar geta breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráninga. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

Skilaréttur

Skilaréttur eru 30 dagar frá staðfestingu reiknings og háður því að varan sé í upprunalegu ástandi. Verð í skilarétti eru án póstkostnaður. Hægt er að fá inneign á vefverslun Bókalindar eða endurgreiða vöruna. Ef óskað er eftir inneign þá er hægt að nota hana í allt að eitt ár og gildir hvort sem varan er á útsölu eða ekki. Senda þarf upplýsingar á tölvupósti bokalind@bokalind.is ef ætlað er að skila vörum eða fara inn á „hafa samband“. Skilaréttur er skv. lögum um neytendakaup hverju sinni.

Upplýsingar

Upplýsingar um vörur gefur seljandi upp eftir bestu vitund, með fyrirvara um innsláttarvillur í texta eða galla.  Seljandi áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð.  Seljandi mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annari vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.

Afhending á vöru

Allar vörusendingar eru sendar með Íslandspósti hf. og miðast verðskrá við verðskrá Íslandspóst. Ritskinna er með samning við Íslandspóst um smápakka innalands (Ísland) og fer verðið eftir verðskrá Íslandspóst sjá hér. Allar sendingar á Íslandi miðast við verklag hjá Íslandspósts. Sending erlendis er miðað við verðskrá Íslandspóst og er mismundandi eftir löndum, hægt er að nálgast verðskrá Íslandspóst hér.
Hægt er að sjá flutningsverðið í pöntunarferlinu.

Persónuvernd

Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti.  Hverskonar upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu sem er Valitor. Bókalind safnar ekki né nýtir gögn sem verða af þessum viðskiptum.

Eignaréttur

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.

Annað

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Persónuverndarstefna

Meðferða á persónuupplýsingum

Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar óviðkomandi þriðju aðilum og sérhver miðlun persónuupplýsinga á sér aðeins stað með samþykki viðkomandi eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf.

Persónuupplýsingar sem Bókalind fær eru eingöngu notaðar til að klára viðskiptin og senda til viðskiptavinar. Allar upplýsingar vegna debit- og kreditkorta eru hjá Valitor greiðslumiðlun.

Til safn persónuupplýsingar telst: nafn, heimilisfang, sími, kennitala, netfang, póstnúmer, staður og vörukaup. Þessar persónuupplýsingar eru eingönu notaðar til að klára viðskiptin og hlíta lögum um bókhald.

Bókalind notar ekki þessar upplýsingar sér til framdráttar seinna meir né afhentir það þriða aðila í þeim tilgangi. Viðskiptavinir Bókalindar geta óskað eftir að láta sig vita ef bók sem hann óskar eftir sé til sölu hjá Bókalind.  Viðskiptavinurinn  verður látinn vita með tölvupósti þegar hún er komin í sölu og getur hann þá keypt viðkomandi bók. Þessi tölvupóstur er eingönu þegar viðkomandi bók er komin í sölu, við notum ekki þetta tölvupóstfang til að senda kynningar eða auglýsa um aðrar bækur seinna meir.

Vefkökur

Bókalind notar vefkökur (e. cookies) til að bæta notendaupplifun gesta okkar á vefsíðunni. Við notum vefkökur sem stoðþjónustu frá greiningaraðilum. Með því að samþykkja notkun á vefkökum heimilar notandinn Bókalind að safna saman upplýsingum um notkun hans á vef Bókalindar. Tilgangurinn þessa er að þróa bokalind.is þannig að bæta megi þjónustu við notendur.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur eru litlar textaskrár sem vefsvæðið sendir í tölvuna þína eða snjalltæki þegar þú heimsækir svæðið eða síðu, svo hægt er að muna kjörstillingar þínar, það auðveldar greiningu og frammistöðu vefsíðunnar og mælir efni sem er viðeigandi fyrir þig þegar þú heimsækir síðuna. Fæstar vefkökur safna upplýsingum sem auðkenna þig.

Vefkökur geta verið ýmist tímabundnar (e. session cookie) eða varanlegar (e. persistent cookie). Tímabundnum kökum er eytt af tæki þínu þegar þú lokar vafranum. Varanlegar kökur geymast áfram á vefsvæði þínu (í tölvu notandans) þar til þeim er eytt (af notandanum sjálfum) eða þær falla úr gildi.

Notandi hefur alltaf þann kost að loka fyrir notkun á vefkökum eða óska eftir því að leyfi verði veitt fyrir notkun á vefkökum í hvert sinn. Vinsamlegast athugið að slíkar ráðstafanir geta takmarkað mögulega notkun vefsíðna að hluta eða öllu.

Vefkökur sem Bókalind notar

Bókalind notar Google Analytics til vefmælingar.  Það gerir okkur kleift að fylgjast með umferð um vefinn, svo sem leitarorð, dagsetningu,  gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur og vefnum og þróa hann. Meðhöndlun upplýsinga á vefkökum Google er háð reglum Google um persónuvernd.

Þjónusta jetpack er einnig nýtt á vefnum en það er með svipuðum hætti og Google Analytics, t.d. til að telja heimsóknir og hvað var skoðað en auk þess bjóða þeir upp á góðar viðbætur við vefinn sjálfan til að bæta upplifun notandans. Dæmi um slíkt er Google þýðingarvél sem sjá má á bokalind.is

Nánari upplýsingar um vefkökur

Ef notandi býr innan Evrópusambandsins. Hægt er að fræðast um hvernig auglýsendur nota vefkökur eða vilt hafa val um að taka ekki við þeim, heimsækja þarf  Your Online Choices .

Ef notandi býr í Bandaríkjunum og vilt fræðast um vefkökur , heimsækja þarf  Your Ad Choices.

Leiðbeiningar um stillingar á vefkökum er á About Cookies

Skilmálar þessir voru skráðir 10. maí 2018. Viðbætur 25. júní 2018 Persónuvernd og vefkökur