Draumaráðningabókin
Veitir svör við þúsundum spurninga um merkingu drauma
Áhugi fólks á draumum er síst minni nú en áður, segir Þóra Elfa. Margir álita að gamla draumspekin heyri fortíðinni til og sé að líða undir lok, en ég held að svo sé alla ekki. Draumar eru ófrávíkjanleg staðreynd í lífi manna, og forvitni um þýðingu þeirra vaknar snemma hjá flestum.
Ég hef aflað mér efnis í bókina á ýmsan hátt, rætt við fólk og fengið það til að segja mér frá draumum sínum, sem hafa komið fram. Einnig hef ég lesið ævisögur og endurminningar manna og viðað að mér efni úr þeim. Mér er það til dæmis minnisstætt, þegar ég las ævisögu Snæbjarnar í Hergilsey, sem var mikil kempa og karlmenni eins og allir vita, þá kemur í ljós að hann trúði á drauma og réri og lagði lóð sín eftir því hvernig hann hafði dreymt. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Í bókina vantar efnisyfirlit, en við skoðun er hún skipt niður í níu kafla, þeir eru
- Draumaráðningar
- Að muna drauma
- Litir
- Vatn
- Umhverfi
- Nöfn
- Eldur
- Martröð
- Draumaráðningahlutinn, sem er í starfrófsröð
Ástand: innsíður góðar