Heimssöguatlas Iðunnar

Heimssöguatlas Iðunnar er glæsilegt og viðamikið verk þar sem mannkynssögunni frá árdögum fram til síðustu ára er lokið upp fyrir lesendum í máli, myndum og á kortum. Framsetning efnisins er myndræn og skýr svo að auðvelt er að átta sig á atburðum og fylgjast með framþróun.

Á hverri opnu er á ítarlegum hátt fjallað um afmarkað efni og tímabil. Í vönduðum og fræðandi texta er annars vegar gerð grein fyrir kjarna hvers viðfangsefnis og hins vegar birtur annáll tímabilsins. Meginkostur og sérkenni verksins er þó myndefnið: Mikill fjöldi greinargóðra og lýsandi korta af sögusviði og aragrúi ljósmynda af forngripum, listaverkum, frægu fólki og sögulegum atburðum.

Verkið er allt litprentað og fjölbreytt og líflegt myndefni auðveldar skilning á atburðum, átökum, þróun og hvers konar hræringum í mannlegu samfélagi. Þetta heillandi verk er í senn handbók og yfirlitsrit sem ánægjulegt er að fletta og fróðlegt að lesa. (heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: bæði innsíður og kápan góð, askjan í góð ástandi.

Heimssöguatlas Iðunnar

kr.2.100

1 á lager

SKU: 8501194Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1.850 kg
Ummál 25 × 4 × 30 cm
Blaðsíður:

355; xi, [1]; kort; teikningar; myndir

ISBN

997910290X

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu og í öskju

Heitir á frummáli

Histoire de l'humanité

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1996

Ritstjóri

Pierre Vidal-Naquet (texti), Jacques Bertin (kort)

Íslensk þýðing

Óskar Ingimarsson (bls. 2-145), Dagur Þorleifsson (bls. 146-337 auk mynda og kortatexta í allri bókinni)

Höfundur:

Guillemette Andreu, Francoise Aubin [et. al]

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Heimssöguatlas Iðunnar”