Livingstone og Afríkuferðir hans
Könnunarferðir Davids Livingstones um miðbik Afríku juku meir við Afríkukortið en störf nokkurs annars manns. Livingstone varð fyrsti Evrópumanna til að ferðast fimmtíu þúsund kílómertra hið minnsta og færði á kort um hálfa þriðju milljón ferkílómetra áður óþekkts lands. Hann rakti Zambesifljót að upptökum og uppgötvaði Viktoríufossa; hann kortlagði rennsli ýmissa fallvatna í Mið-Afríku og fann Nýassavatn og Shirwahæðir.
En Livingstone var ekki aðeins könnuður og landfræðingur, heldur einnig mannfræðingur, grasafræðingur og stjarnfræðingur, en fremur öðru leit hann á sig sem lækni og boðbera fagnaðarerindisins. Hann ólst upp í fátækt í Glasgow og aflaði sér með sjálfsnámi undirstöðumenntunar í grísku, latínu og stærðfræði og lauk síðan háskólanámi í læknisfræði og guðfræði. 27 ára gamall kom hann til Höfðaborgar, reiðubúinn að hefja lífsstarf sitt í Afríku.
Bókin er í 8 köflum, þeir eru: kallaður til Afríku, leið inn í landið, einn á ferð, úr skorti í allsnægtir, aftur til Zambesi, Baráttan gegn þrælahaldi, frá Zanzibar til Ujiji, til lindanna fornu. Þessir kaflar eru fyrir utan: bókaskrá, orðaskrá, eigendur mynda og inngangur.
Bókin hefur að geyma 16 litprentaðar myndasíður og 100 myndir prentaðar í svörtu.
Bókin Livingstone og Afríkuferðir hans eru 8 kaflar auk viðauka, þeir eru:
- Kallaður til Afríku
- „Leið inn í landið“
- Einn á ferð
- Úr skorti í allsnægtir
- Aftur til Zambesi
- Baráttan gegn þrælahaldi
- Frá Zanzibar til Ujiji
- Til lindanna fornu
- Viðauki
- Bókaskrá
- Eigendur mynda
- Orðaskrá
Ástand: vel með farin