Íslenskar tilvitnanir – Íslensk þjóðfræði
Fleygustu orð og frægustu tilsvör íslendinga í ellefu hundruð ár ásamt kunnustu tilvitnunum heimsbókmenntanna.
Meira en 5000 tilvitnanir úr öllum áttum, með skýringum og viðamikilli atriðsorðaskrá. Fleygustu setningar Hómers, Shakespeares, Goethes og annarra höfuðsnillinga heimsins, bæði á frummálinu og í bestu íslensku þýðingum, spaklegustu orð Biblíunnar, gullkornin í ritum Halldórs Laxness og Snorra Sturlusonar, perlurnar í ljóðum Hallgríms Péturssonar, Jónasar Hallgrímssonar, Steins Steinarrs og Þórarins Eldjárn, hnyttin tilsvör Tómasar Guðmundssonr, Árna Pálssonar, Púla og annarra orðheppinna Íslendinga, veggjakrot og auglýsingar, kunnustu yfirlýsingar mannkynssögunnar, gamanyrði og slangur þekktra og óþekktra höfunda, kjarnyrði úr Vídalínspostillu og Íslendingasögum og svo framvegir …
Bókin Íslenskar tilvitnanir er skipt niður bókstöfum.
Ástand: gott eintak bæði kápa og innsíður.