Gosi ævintýri spýtustráks

Ævintýri af spýtustráknum Gosa (Pinocchio) öðlaðist frægð með skjótum hætti. Það kom út í Flörens á Ítalíu um seinni hluta 19. aldar, fyrst sem framhaldssaga í barnablaði, svo árið 1883 í bókarformi, sem sló svo í gegn, að allt ætlaði um koll að keyra. Bemporad útgáfan hafði varla við að gefa út nýjar og nýar prentanir. Fljótlega var farið að þýða bókin á önnur tungumál og hófst þar með sigurför Gosa um víða veröld. Sagan er nú sígild, einn af hátindum barnabókmennta heims við hliðina á Grimms-ævintýrum, Alís í Undralandi, Galdrakarli frá Oz og Frumskógabók Kiplings. Gosi er þekktur í öllum álfum. (Heimild: Höfundur og saga, bls. 5)

Hið rétta nafn höfundar af Gosa er Carlo Lorenzini en notaði dulnefnið Carlo Collodi. Carlo skrifaði mikið í blöð í sínu heimahéraði Toskana en um nær fimmtugur hóf hann að skrifa bækur fyrir börn. Árið 1875 kom út fyrsta bók höfundar sem heitir Dísasögur (Racconti delle Fate), einskonar endursögn kunnra ævintýra. Hann vildi hverfa frá siðferðisgildum ævintýranna, en taka þess í stað upp fræðslugildi, en lýsti öllu í táknum, líkt og táknið í byrjun Gosa. Aðrar bækur sem hafa fræðslugildi er t.d. Jonna litla (Giannettiono).  Carlo lést í Flórens árið 1890þ

Bókin er mjög fallega myndskreytt af Giorgio Scarato

Ástand: gott

Gosi ævintýri spýtustráks

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,820 kg
Ummál 23 × 2 × 30 cm
Blaðsíður:

119 +myndir

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Fjölva útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1987 / 1922 (kom fyrst út í íslenskri þýðingu)

Teikningar

Giorgio Scarato

Íslensk þýðing

Þorsteinn Thorarensen

Höfundur:

Carlo Collodi

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Gosi og ævintýri spýtusstráks – Uppseld”