Hrói höttur – sígildar sögur með litmyndum

Ævintýrin um Hróa Hött hafa notið vinsælda öldum saman. Hér hefur Jane Carruth safnað nokkrum spennandi sögnum um Hróa Hött, sem gengið hafa í arf frá einni kynslóð til annarrar, og endursagt þær af leikni og frumleik. (heimild: bakhlið bókarinnar)

Hrói höttur er persóna úr enskum þjóðsögum frá miðöldum. Sögurnar gerast á Englandi, nánar til tekið í Skírisskógi (e. Sherwood Forrest) í Nottinghamshire í Englandi. Flestir sagnfræðingar eru þó á því að Hrói hafi verið fæddur í Loxley í suðurhluta York-héraðs og að hann sé grafinn í Kirkleesklaustri í vesturhluta Yorkhéraðs.

Í nýrri útgáfunum af sögunum og þeim sem þekktari eru er Hrói mikil hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn og er þekktur fyrir að stela frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku. Hrói höttur er því orðinn eins konar staðalímynd manneskju sem er tilbúin til að gera hvað sem er, meira að segja brjóta lögin, til að aðstoða þá sem minna mega sín. Það skemmtilega við Hróa hött er að hann er að berjast við t.d. slæma fógeta en býr svo í Sherwood Forrest (Skírisskógi) sem er í einkaeigu bresku krúnunar.

Skírisskógur er 4,23 km² að stærð í dag og er í eigu bresku krúnunar og er í Notthinghamshire á Englandi í kringum þorpið Edwinstowe. Svæði þetta hefur verið skógur síðan frá síðustu ísöld. Í Skírisskógi er hin frægu eikatré Major Oak þessi eikatré eru samkvæmt þjóðsögunni um Hróa hött hans athvarf. Þessi eikatré eru um 800 – 1000 ára gömul, áætlað er að hvert tré vegi um 23 tonn og er 28 metrar á hæð.

Ástand: innsíður ágætar, kápa sæmileg. Notuð bók.

kr.1.000

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,518 kg
Ummál 22 × 1,5 × 30 cm
Blaðsíður:

58

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1978

Þýðing

Steinunn Bjarman

Hönnun:

Chris Higham (myndskreyting)

Höfundur:

Höfundur ókunnur (bresk þjóðsaga), Jane Carruth (endursagði í þessari útgáfu)