Lýðurinn

Sagan Lýðurinn gerist í mexíkönsku byltingunni á 2. áratugi aldarinnar og fjallar án nokkurrar hugsjónaglýju um afdrif skæruliðahóps. Höfundurinn Mariano Azuela (1873-1952) kynntist átökunum af eigin raun, fyrst sem læknisfræðinemi en síðar sem stjórnmálamaður og herlæknir. Löndum hans þótti sagan Lýðurinn óhróður um byltinguna en þetta verk hefur haldið nafni hans á lofti víða um heim. Margir álíta þetta besta verk sem um mexíkönsku byltinguna hefur verið skrifað. Söguefnið er þó áháð stað og stund og jafnvel má greina enduróm frá Hómerskviðum. Lýðurinn er tímamótaverk í suður-amerískri bókmenntasögu, ruddi brautina fyrir verk samlanda Azuela, Juans Rulfo, og kólumbíska sagnameistarans Gabríels García Marquez. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott, laus við allt krot eða nafnamerkingu

Lýðurinn - Mariano Azuela - kilja

kr.250

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,220 kg
Ummál 13 × 2 × 20 cm
Blaðsíður:

164

ISBN

9979305290

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Los de abajo

Útgefandi:

Íslenski kiljuklúbburinn (Mál og menning)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1994

Hönnun:

Ingibjörg Eyþórsdóttir (kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Guðbergur Bergsson

Höfundur:

Mariano Azuela

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lýðurinn – Mariano Azuela – Kilja – Uppseld”