Alfræði í máli og myndum

Nýtt og glæsilegt uppsláttarrit sem er ritstýrt af sama fóli og ritstýrði Íslensku alfræðiorðabókinni fyrir Örn og Örlyg á sínum tíma og hugsuð sem viðbót við þá bók en með færri atriðum og ítarlegri umfjöllun í máli og myndum um hvert þeirra. Íslenskt efni er að finna víðs vegar um bókina þar sem það tengist því sem er til umfjöllunar. Þannig má t.d. lesa í viðkomandi köflum um Vilhjálm Stefánsson heimsskautafara, Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Jón Thoroddsen, Jónas Hallgrímsson, Bríeti Bjarnhéðinsdóttir, Jón Leifs, Leif heppna, Bjarna Pálsson landlækni, Heimaey, Kalmanshelli, íslenska hestinn og hundinn, þjósá, Skírni, Morgunblaíð, íslenska fánann og er þá fáttt eitt um talið. Einnig er að finna sérstakar síður sem eingöngu eru með íslensku efni sem samið var og myndskreytt sérstaklega fyrir bókina. Á þessum síðum er til dæmis fjallað um sögu og sérkenni lands og þjóðar, Íslendingasögurnar, Jón Sigurðsson, Snorra Sturluson og íslensku torfbæina.

450 efnisflokkar í starfrófsröð, yfir 3500 frábærar myndir og teikningar í lit. Ítarleg nafnaskrá sem gerir alla leit í bókinni auðvelda. Sérstök fróðleiksnáma á 22 blaðsíðum í máli og myndum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Alfræði í máli og myndum hefur eftirfarandi efnisyfirlit:

 • Svona á að leita í bókinni
 • A-Ö uppflettiorð
  • Afríka – Örverur
 • Fróðleiksnáman
  • Saga
  • Heimurinn okkar
  • Náttúran
  • Vísindi
 • Atriðisorð
 • Þakkir

Ástand: gott

Alfræði í máli og myndum

kr.2.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 2 kg
Ummál 23 × 5 × 29 cm
Blaðsíður:

636 +myndir +kort +línurit +atriðisorðaskrá bls. 616-635

ISBN

9979877081

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi og með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

The Dorling Kindersley children's illustrated encyclopedia

Útgefandi:

Íslenska bókaútgáfan

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1994

Teikningar

Erlingur Páll Ingvarsson (myndskreyting og prentlögn íslensks efnis)

Ljósmyndir:

Ívar Gissuararson (myndaöflun)

Íslensk þýðing

Sigríður Harðardóttir, Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Dóra Hafsteinsdóttir, Jón D. Þorsteinsson

Ritstjóri

Dóra Hafsteinsdóttir (aðstoðarritstjóri), Hálfdan Ómar Hálfdanarson, Sigríður Harðardóttir