Íslenskir auðmenn
Hverjir eru efnuðustu menn á Íslandi?
Bókin Íslenskir auðmenn fjallar um viðkvæmt mál – auð nafngreindra Íslendinga. Hér er hulunni svipt af þeirri leynd sem umlykur auð og peninga og dregið fram í dagsljósið hverjir eiga hreina eign yfir 200 milljónir króna. Greint er frá á annað hundrað einstaklingum og fjölskyldum, og hvernig auðurinn hefur safnast. Sagt er frá því hverjir hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu og hvernig þeim hefur auðnast að ná svo langt. Og óneitanlega kemur það á óvart hverjir nefndir eru til sögunnar og hverjir ekki. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Íslenskir auðmenn er skipt niður í 11 kafla, þeir eru:
- Gull í greipar Ægis – Um auðmenn í sjárútvegi
- Matur er mannsins megin – Um auðmenn meðal bænda og matvælaframleiðenda
- Á gömlum merg – Um auðmenn í heildsalastétt
- Klók er kaupmanns viska – Um auðmenn í verslunarstétt
- Frúin hlær í betri bíl – Um auðmenn í bifreiðainnflutningi
- Að yrkja sér til fjár – Um fjölmiðla- og afþreyingariðnaðinn
- Eigendur hlutabréfa
- Erfingjar og eignamenn
- Hin auðuga Valfellsætt
- Nútíma víkingarnir – Um íslenska efnamenn á erlendri grund
- Íslenskir auðmenn – Útdráttur úr bókinni
- Nafnaskrá
Ástand: innsíður góðar en hlífðarkápan snjáð.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.