Pater Jón Sveinsson – Nonni

Jón Sveinsson lifði og hrærðist i bókum sínum, Nonnabókunum. En honum fannst hann jafnframt þurfa að fylgja sögum sínum eftir með því að ferðast um heiminn, hitta fólk og komast í lifandi samband við það. Þannig fékk einnig eirðarleysi hans „postullegan“ tilgang. Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim. Þannig kemst Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur að orði undir lok bókar sinnar um Jón Sveinsson sem árið 1870 yfirgaf föðurland sitt og sneri einungis til baka sem gestur.

Jón gekk inn í samfélag sem var eins fjarri íslenskum veruleika og hugsast gat. Hann gerðist kaþólskur prestur og kennari meðal Jesúíta. Hann var sendur víða til starfa – en þó aldrei til Íslands. Iðulega átti hann í innri togstreitu sem birtist vel í dagbókarskrifum hans og bréfum. Köllun hans til ritstarfa varð að miklu höfundarverki og bækurnar um Nonna víðfrægar, þýddar á um 30 tungumál og komu út í stórum upplögum. Jón lést í Þýskalandi árið 1944 þar sem sprengjurnar drundu allt um kring.

Auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, fyrirlesari, tónlistarmaður, heimsborgari, Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. (Heimildir: Bakhlið Bókarinnar)

Bókin Pater Jón Sveinsson – Nonni eru 31 kaflar +viðaukar, þeir eru:
  • Hver er maðurinn?
  • Af norrænu höfðingjakyni
  • Dagbækur föður
  • Faðirinn
  • Bernskuheimilið
  • sólskinsdagar
  • Einstæð móður og óvænar fréttir
  • Greifinn
  • Kveðjur og kvíði
  • Út í heim
  • Borgin við sundið
  • Prefektinn frómlyndi og söfnuður hans
  • Í Breiðgötu
  • Ferðin til Frakklands
  • Í skóla forsjónarinnar
  • Saga af Manna
  • Hermaður í hempuklæðum
  • Í reglu Jesúíta
  • Dimmir dagar
  • Pater Jón Sveinsson
  • Á heimaslóðum
  • Til hjálpar holdsveikum
  • Kennimaður og trúboði
  • Úr fjötrum
  • Rithöfundur og fyrirlesari
  • Hormónalausar sögur eða heimsbókmenntir
  • Ferðin heim
  • Heimsborgari á faraldfæti
  • Umhverfis jörðina
  • Fyrirheitna landið
  • Helgisaga mannsævinnar
  • Viðauki
    • Tilvísanir
    • Heimildaskrá
    • Nafnaskrá
    • Þakkarorð

Ástand: Gott

Pater Jón Sveinsson Nonni - Gunnar F Guðmundsson - Opna útgáfa 2022

kr.3.400

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,5 kg
Ummál 18 × 5 × 25 cm
Blaðsíður:

526 +myndir +ritsýni +nafnaskrá: bls. 517-523

ISBN

9789935100535

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Opna bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2022 / 2012

Hönnun:

Anna Cynthia Leplar (kápuhönnun), Eyjólfur Jónsson (umbrot)

Höfundur:

Gunnar F. Guðmundsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Pater Jón Sveinsson – Nonni”