Viðskipti með fjármálagerninga

Aðgangur fyrirtækja að fjármagni er lífæð atvinnulífsins en slíkur aðgangur felst að stórum hluta í útgáfu og sölu á mismunandi tegundum fjármálagernigna. Er þar til dæmis um að ræða viðskipti og þjónustu með hlutabréf, skuldabréf, víxla, hlutdeildarskírteini og afleiður. Viðskipti með slíka gerninga eiga undir högg að sækja eftir það mikla áfall sem riðið hefur yfir íslenskt efnahagslíf undanfarin missseri. Nauðsynlegt er að kryfja til mergjar lög og reglur sem gilda á þessu sviði og leita svara við krefjandi spurningum eins og:

 • Hvaða reglur gilda um viðskipti með fjármaálgerninga?
 • Hvaða reglur gilda um viðskipti innherja?
 • Hvað er markaðsmisnotkun?
 • Hvað eru afleiður og hvaða reglur gilda um þær?
 • Hvaða kröfur eru gerða til fjármálafyrirtækja sem höndla með fjármálagerninga?
 • Hvernig eru hagsmunir þeirra sem fjárfesta í fjármálagerningum verndaðir?
 • Hverjir hafa eftirlit með því að reglum sé fylgt eftir og hvaða valdheimildir hafa eftirlitsaðilar gagnvart þeim sem brjóta reglunar?

Spurningar sem þessar hafa vaknað hjá mörgum og þá ekki síst fjármagnseigendum sem hafa brennt sig illa á viðskiptum með fjármálagerninga. …

Markmið þessarar bókar er að hjálpa lesendum að skilja út á hvað þetta viðamikla regluverk gengur og tryggja að á einum stað geti þeir nálgast ítarlega og vandaða umfjöllun  um allar þær reglur sem gilda hér á landi um viðskipti með fjármálagerninga. …. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Viðskipti með fjármálagerninga er skipt niður í fimm hluta en samtals 11 kafla (margir undirkaflar með hverjum kafla), þeir eru:

 • I. hluti: Fjármagnsmarkaðurinn og viðskipti með fjármálagerninga
  • Almennt um fjármagnsmarkaðinn, persónur og leikendur
  • Þróun löggjafar um verðbréfaviðskipti
  • Hugtakið fjármálagerningur
  • Gildissvið laga um verðbréfaviðskipti
 • II. hluti: Heimild til verðbréfaviðskipta og fjárfestavernd
  • Verðbréfaviðskipti sem leyfisskyld starfssemi og þjónusta
  • Fjárfestavernd og viðskiptahættir fjármálafyrirtækja
 • III. hluti: Skráning á markað og almenn útboð
  • Opinber skráning og taka fjármálagerninga til viðskipta
  • Almenn útboð
 • IV. hluti: Leikreglur á markaði
  • Markaðssvik
   • Reglur um upplýsingaskyldu
   • Reglur um meðferð innherjaupplýisinga og viðskipti innherja
   • Markaðsmisnotkun
  • Yfirtaka
 • V. hluti: Framkvæmd eftirlits og viðurlög
  • Eftirlit með verðbréfaviðskiptum
   • Hverjir bera ábyrgð á eftirliti með verðbréfaviðskiptum?
   • Framkvæmd eftirlits
   • Viðurlög

Ástand: gott

Viðskipti með fjármálagerninga - Aðalsteinn E. Jónasson - Bókaútgáfan Codex 2009

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,8 kg
Ummál 16 × 7 × 24 cm
Blaðsíður:

848 +myndir +línurit +lagaskrá: bls. 772-818 +dómaskrá: bls. 819-821 +atriðisorðaskrá: bls. 822-847 +myndaskrá: bls. 848

ISBN

9789979825562

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Bókaútgáfan Codex

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2009 (1. útgáfa)

Höfundur:

Aðalsteinn E. Jónasson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Viðskipti með fjármálagerninga – Aðalsteinn E. Jónasson – Uppseld”