Úrval smárétta – matargerð er list
Smáréttir – oft höfum við sælkerar mátt leita árangurslaust að slíkum réttum í matreiðslubókum án þess að finna nokkuð við hæfi, að minnsta kosti ekki í þeim mæli, sem her er boðið. Útivinnandi fólki hlýtur að fagna því úrvali, sem bókin geymir af fljótlegum og bragðgóðum forréttum, snittum, heitu brauði, salötum og nýjum aðferðum við matreiðslu á fiski og skeldýrum kjöti af ýmsum tegundum, pasta- og núðluréttum og fjölda annarra góðra rétta. Í bókinni eru ýmsir réttir af þeirri gerð, sem kennd er við „bistro“ matreiðslu. (Heimild: inngangur bókarinnar)
Úrval smárétta hefur að geyma 12 kafla, þeir eru:
- Ýmislegt um þessa bók
- Vöruvöndun – vöruval
- Nokkur góð ráð og ábendingar
- Skreytingar og smekkleg framreiðsla
- Kaldar krásir
- Létt og ljúffengt
- Heitir milliréttir
- Undirbúið með góðum fyrirvara
- Suðrænir ávextir
- Ferskar kryddjurtir
- Bragðmiklar kryddtegundir
- Ariðaskrá
Ástand: vel með farin
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.