Um viðreisn Íslands – Deo, regi, patriae
Átjánda öldin hefir lögnum verið talin öld hörmunga og hallæra í sögu þjóðar vorrar. Á fyrsta tug hennar eða 1707 geisaði drepsóttin, sem kölluð var Stóra bóla, og létust úr henni 18.000 manns eða um þriðjungur þjóðarinnar. En 1703, er allsherjarmanntal var tekið, voru Íslendingar 50.358. Og er vafasamt, hvort þeir hafa verið fleiri, a.m.k. síðustu aldirnar þar á undan höfðu þó mörg áfelli dunið yfir á 17. öldinni, sem síðar getur. Árið 1769 þegar bókin Deo, regi patriae kom út var fólksfjöldinn 46.000, svo að nokkru hafði þjóðin rétt við á því sviði, en svo dundu Skaftáreldar og Móðurharðindin yfir 1783-86, en að þeim loknum var fólksfjöldinn kominn niður í 39.000, en fjölgaði þo býsna ört síðustu ár aldarinnar. Þessar tölur gefa oss nokkra hugmynd um ásigkomulag þjólðarinnar. Milli þessara stóráfella var árferði ekki verra en oft, bæði fyrr og síðar, en hverju sinni varð skepnufellir og mannfellir af hugnri ef nokkuð bjátaði á.
En 18. öldin var ekki einungis öld svartnættis og hörmunga. Hún var einnig öld ráðagerða um viðreisn landsins og um leið tilrauna til að bæta hag þess. Í sambandi við það má síst gleyma, að á 18. öldinni hófust rannsóknir á náttúru landsins, samtímis því að mönnum tók að skiljast, þótt hægt gengi, að þekking á náttúrunni hlyti að vera sá grundvöllur er viðreisn og framfarir hvíldu á. (Heimild: Um bókina og höfundana, Steindór Steindórsson frá Hlöðum, blaðsíðu 5)
Ástand: gott, vel með farið eintak
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.