Páll Ólafsson ljóð

Páll Ólafsson (fæddur 8. mars 1827, dáinn 23. desember 1905) hann fæddist að Dvergsteini við Seyðisfjörð. Páll var íslenskt skáld og eitt af höfuðskáldum 19. aldar og einkum þekktur fyrir ástarljóð og hestavísur.

Páll varð snemma landsþekktur fyrir snjallar og gamansamar lausavísur og mjög persónulega ljóðagerð og voru lausavísur hans á hvers manns vörum, enda voru yrkisefni hans og lífsviðhorf vaxin úr jarðvegi íslenskrar sveitamenningar. Þess vegna hefur hann oft verið talinn merkisberi hins fjölmenna hóps alþýðuskálda. Hallfreðarstaða og nágrennis er oft getið í ljóðum hans og stökum. Minnisvarði um Pál er í Hallfreðarstaðalandi. Einnig orti hann mörg hundruð ástarljóð til seinni konu sinnar, Ragnhildar, á 40 árum. (Heimild: WikiPedia)

Páll Hermannsson valdi ljóðin en aðeins einu sinni hefur ljóðum Páls Ólafssonar verið safnað saman og þau prentuð í sérstöku ljóðasafni. Jón Ólafsson skáld bróðir Páls, gaf ljóðmælin út í tveimur bindum I. bindi 1899 og II. bindi 1900. Árið 1944 gaf bókaútgáfan Helgafell út ljóðmæli Páls. Meginmál þeirrar bókar er einvörðungu endurprentun úr útgáfu Jóns Ólafssonar. (Heimild: Formáli bókarinnar)

Ástand: gott

Páll Ólafsson Ljóð útgáfa 1955

kr.3.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,550 kg
Ummál 15 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

232

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Menningar- og fræðslusamband alþýðu

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1955

Höfundur:

Páll Ólafsson / Páll Hermannsson (valdi ljóðin)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Páll Ólafsson ljóð”