Súkkulaðiást

Láttu leiða þig inn í heillandi súkkulaðiveröld Nóa Síríusar, þar sem súkkulaðilmurinn lokkar og ljúft og unaðslegt bragðið kitlar og kveikir yndi og ánægju.

Það er staðreynd að því betra sem súkkuklaðið er þeim mun auðveldara er að skapa úr því frábæra rétti af öllu tagi.  Súkkulaðið frá Nóa Síríusi er sælkeravara og úr því er líka hægt að gera alls konar góðgæti: Smákökur, kex, kökur og tertur með silkimjúku súkkulaðikremi, unaðslega búðinga og eftirrétti, ís, konfekt, heita og kryddaða súkkulaðidrykki og ósæta rétti sem koma sannarlega á óvart. Hér eru uppskriftir við allra hæfi og súkkulaðikræsingar sem allir geta notið af lyst.

Auk uppskriftanna geymir bókin ítarlegan fróðleik í máli og myndum um súkkulaði, sögu þess og notkun gegnum aldirnar, svo og greinargóðar leiðbeiningar um meðferð súkkulaðis, aðferðir við gerð súkkulaðirétta og margt fleira. Mikil fjöldi glæsilegra litmynda prýða bókina. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Súkkulaðiást er skipt niður í 13 kafla, þeir eru:

  • Saga súkkulaðisins
  • Tegundir og gerðir af súkkkulaði frá Nóa Síríusi
  • Súkkulaði og vín
  • Bakstur
  • Góðgæti
  • Eftir matinn
  • Hvað er í matinn?
  • Drykkir
  • Grunnuppskriftir
  • Nokkur tæknileg atriði sem gott er að vita meira um
  • Að vinna með súkkulaði
  • Nói Síríus
  • Uppskriftalisti

Ástand: gott

Súkkulaðiást - Nói Síríus

kr.1.000

1 á lager

Vörunúmer: 8501409 Flokkur: Merkimiðar: ,
SKU: 8501409Flokkur: Merkimiðar: ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,4 kg
Ummál 25 × 2 × 27 cm
Blaðsíður:

191 +myndir

ISBN

9789979704737

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Nói Síríus

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2008

Ljósmyndir:

Gísli Egill Hrafnsson

Höfundur:

Gísli Egill Hrafnsson, Inga Elsa Bergþórsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Súkkulaðiást”