Landslið matreiðslumeistara
Með 238 afbragðs uppskriftum
Það er orðin hefð fyrir því að Hagkaup gefi út matreiðslubók fyrir jólin og árið í ár er engin undarntekning. síðustu ár hafa bækur okkar ítrekað ratað í toppsæti metsölulistanna og er það okkur mikil hvatning að halda áfram á sömu braut.
Í ár leituðum við til landsliðs matreiðslumeistara sem hefur á síðustu árum unnið til margra verðlauna og er í dag meðal 10 bestu landsliða heimsins samkvæmt styrkleikalista alþjóðasamtaka matreiðslumanna.
Í þessari bók er einfaldleikinn látinn njóta sín eins og í öllum okkar matreiðslubókum. Vitandi það að bækurnar okkar eru oft á tíðum einu uppskriftabækur heimilisins ákváðum við að auka fjölbreytni uppskrifta af algengum kjötréttum eins og nautalundum, lambalærum, kjúklingabringum o.fl., auk nokkurs fjölda forrétta og eftirrétta. Þessi bók er án efa kærkomin viðbót við fyrri matreiðslufbækur okkar og er hún sú sjöunda í röð matreiðslubók Hagkaupa. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Landsliðsréttir Hagkaupa er skipt niður í þrjá flokka með undirflokkum, þeir eru:
- Forréttir (57 tegundir)
- Aðalréttir
- Grænmetisréttir (14 tegundir)
- Fiskur (17 tegundir)
- Fuglakjöt (21 tegundir)
- Grísakjöt (24 tegundir)
- Lambakjöt (24 tegundir)
- Nautakjöt (17 tegundir)
- Villibráð (11 tegundir)
- Sósur (14 tegundir)
- Eftirréttir (36 tegundir)
Landsliðsréttir Hagkaupa eru með 238 afbragðs uppskriftir. Höfundar: Bjarni Gunnar Kristinsson, Ragnar Ómarsson, Kristinn Freyr Guðmundsson, Sigurður Gíslason, Gunnar Karl Gíslason, Alfreð Alfreðsson, Ásgeir Sandholt, Einar Geirsson, Eggert Jónsson, Hrefna Rósa Jóhannsdóttir, Eyþór Rúnarsson og Sigurður Helgason
Ástand: Vel með farin.