Íslandsferð J. Ross Browne 1862

John Ross Browne var írskur að uppruna en fluttist barnungur til Bandaríkjanna. Á fullorðinsárum starfaði hann að ýmsum verkefnum fyrir bandarísku ríkisstjórnina, m.a. var hann um hríð sendiherra lands sína í Kína. Kunnari varð hann þó fyrir ritstörf. Hann fór víða, bæði innanlands og utan, og ritaði fjölmargar bækur og greinar í blöð og tímarit um ferðalög sín. Hlutu verk hans miklar vinsældir fyrir lifandi og fjörlegar frásagnir og ekki síður fyrir bráðskemmtilegar myndir en Browne var prýðilegur drátthagur og jafnvígur á að lýsa því sem fyrir hann bar í máli og myndum. Þetta kemur glöggt fram í verki því sem hér birtist. Hann hrífst af stórbrotinni náttúru landsins og lýsir henni á tilþrifamikinn hátt en fólkið sem hann hittir fyrir og samskipti hans við það verður honum ekki síður efni til umræðu og létt og græskulaus kímni hans nýtur sín þá vel. Hinar fjölmörgu myndir eru ekki veigaminni hluti bókarinnar en frásögnin og má telja þær, einkum mannsífsmyndirnar, með því besta og skemmtilegasta af því tæi sem sést í ferðabókum fyrri tíma frá Íslandi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Íslandsferð J. Ross Browne er skipt niður í 16 kafla og viðauki, þeir eru:

 • Ferðalög á Íslandi
 • Dvöl í Kaupmannahöfn
 • Ferðin til Skotlands
 • Kapparnir kátu
 • Færeyjar
 • Fyrstu kynni af Íslandi
 • Reykjavík, höfuðborg Íslands
 • Geir Zöega
 • Ensku ferðamennirnir
 • Leiðin til Þingvalla
 • Almannagjá
 • Leiðin til Geysis
 • Hverirnir
 • Kapparnir kátu í vanda
 • Ískyggilegur atburður
 • Viðauki
  • Skýringar

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Íslandsferð J Ross Browne 1862

kr.1.900

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,520 kg
Ummál 16 × 2 × 22 cm
Blaðsíður:

185 +myndir +skýringar: bls 179-185

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Bókaútgáfan Hildur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1976

Íslensk þýðing

Helgi Magnússon

Höfundur:

J. Ross Browne

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Íslandsferð J. Ross Browne 1862 – Uppseld”