Trúarbrögð heimsins í mynd og máli

Frá upphafi vega hefur trú á æðra anda og skapandi guðdóm mótað menningarsamfélög heimsins. Með trúarbrögðum hafa mennirnir túlkað náttúrunar og alheiminn og mótað margbrotnar siðareglur til þess að eiga hægara með að mæta óvissu hinnar jarðneskju tilveru. Í trúnni býr dýpri viska og táknspeki en í öðrum þáttum menningarinnar og hvergi eru hugmyndir um siðferði og ábyrgð, mannúð og manngildi eins og skýrar og tí trúarbrögðum heimsins.

Sjö sérfræðingar undir ritstjórn prófessors Michaels D. Coogan hafa lagt þessari bók til efni. Allir eru þeir meðal fremstu fræðimanna á sínu sviði. Þeir draga fram megineinkenni helstu ttrúarbragða ehimsins, en val þeirra í þessa bók miðast einkum við þrennt: Fjölda þeirra sem játa trúna, útbreiðslu hennar og sögulegt gildi. Hér er fjallað um uppruna og sögulega þróun trúarbragða, birtingarmyndir guðdómsins, helga texta, helga staði, helga menn og vitringa. Þá er fjallað um margvíslegar hugmyndir um lífið eftir dauðann og loks um samspil trúarbragða og samfélags, enda hafa trúarleiðtogar átt ríkan átt í að móta þjóðernisvitund og stjórnmál á ýmsum tíma mannkynssögunnar. Bókin prýða rúmlega 250 litmyndir og hún hefur einnig að geyma litprentuð landakort, skýringarmyndir og ítarlega nafnaskrá.

Í þessari miklu bók er trúarlífi mannkyns lýst á ljósu og lifandi máli, án áróðurs og fordóma. Hér mætast sjö heimar – kristindómur, gyðingadómur, islam, hindúsiður, búddasiður, japönsk og kínversk trúarbrögð. Þótt þessir heimar virðist í fljótu bragði eiga fátt sameiginlegt geyma þeir allir djúpa reynslu og mikla leyndardóma – tjáningu þess sem er æðra öllu skilningi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar).

Bókin Trúarbrögð heimsins í mynd og máli  eru 7 kaflar, þeir eru:

  • Gyðingadómur Carls S. Ehrlich
  • Kristnidómur Rosmary Drage Hale
  • Islam Matthew S. Gordon
  • Hindúasiður Vasudha Narayanan
  • Búddasiður Malcolm David Eckel
  • Kínversk trúarbrögð Jennifer Oldstone-Moore
  • Japönsk trúarbrögð C. Scott Littleton
  • Viðbót
    • Orð og hugtök
    • Til frekari fróðleiks
    • Atriðaskrá
    • Rétthafar myndefnis

Ástand: Gott, innsíður og lausakápan eru góð

Trúarbrögð heimsins í mynd og máli - Michael D Coogan - Mál og menning 1999

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,6 kg
Ummál 23 × 3 × 29 cm
Blaðsíður:

288 +myndir +kort +töflur +atriðaskrá: bls. 277-287

ISBN

9979318600

Heitir á frummáli

World religions

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1999

Hönnun:

Anna Cynthia Leplar (kápuhönnun), Michael Taylor (kort)

Íslensk þýðing

Ingunn Ásdísardóttir

Ritstjóri

Michael D. Coogan