Sonja

Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorrilla

Líf heimskonunnar Sonju Wendel Benjamínsson de Zorrilla hefur verið sveipuð dulúð.

Hún gat ekki fellt sig við þær skorður sem lífið í Reykjavík setti henni og lagði ung af stað út í heim, full af ævintýraþrá og glæstum vonum. Hún dvaldist í Þýskalandi á valdatíð Hitlerws og kynntist þar bæði verðandi fyrirmönnum og fórnarlömnum. Skömmu síðar hélt hún til London þar sem hún lifði hinu ljúfa lífi. Í París komst Sonja í kynni við ýmsa frægustu tískuhönnuði heims en eftir að heimsstyrjöldin síðari brast á komst hún með naumindum með skipi til New York. Þar bjó hún lengst af ævinnar og haslaði sér völl í karlaveldinu á Wall Street.

Sonja var fögur og hrífandi kona sem hafði gaman af að umgangast fólk og kynntist ýmsu af frægasta fólki heimsins. Um sambönd hennar við karlkynið hafa myndast ýmsar sögur og sumar þeirra sannar. Um tveggja ára skeið átti Sonja í eldheitu ástarsambandi við Aristotle Onassis sem kvæntist Jaqcueline Kennedy. Síðar giftist hún Alberto Zorrilla, bráðmyndarlegum ólympíumethafa og töfrandi tangódansara frá Argentínu.

Alla tíð fylgdi Sonja þeirri bjargföstu skoðun sinna að konur ættu að taka örlög sín í eigin hendur. Í þessari ótrúlegu bók segir hún á hispurslausan hátt frá langri og litríkri ævi sinni, kynnum sínum af sumu af ríkasta fólki veraldar og frá því þegar hún sneri aftur til Íslands til að verja þar ævikvöldinu með útsýni til íslenskra fjalla.  (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Formáli eftir Vigdísi Finnbogadóttur

Bókin Sonja, líf og leyndardómar eru 30 kaflar og viðauki, þeir eru:

  • Á Park Avenue
  • Vestfirskar rætur
  • Barnæska í Reykjavík
  • Fátækt og ríkidæmi
  • Pabbastelpa
  • Framkvæmdarstjórastarf
  • Stóráfall
  • Menntaskólaganga og lömun
  • Endurhæfing í Danmörku
  • Í Þýskalandi nasismans
  • Prinsessur á Ritz
  • Háborg tískunnar
  • Flótti frá Spáni
  • Höfuðborg heimsins
  • Glæsilíf í New York
  • Aristotle Soktates Onassis
  • Kaupsýsla í Þýskalandi
  • Þjáning í Þýskalandi
  • Alberto Zorrilla
  • Argentíski tígurinn
  • Viðskipti á Wall Street
  • Ásta og Grosvenor
  • Listalíf í New York
  • Lífið með Alberto
  • Í þjóðgarðinum
  • Flórída fyrir fugla
  • Alberto kveður
  • Ævinlöng vinátta við Lubba
  • Paradís á Núpum
  • Heim til Íslands
  • Viðauki
    • Eftirmáli
    • Heimildir
    • Nafnaskrá

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Sonja Líf og leyndardómar Sonju W Benjamínsson de Zorrilla - Reynir Traustason skráði

kr.1.800

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501822 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,020 kg
Ummál 17 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

368 +myndir +nafnaskrá: bls. 366-368

ISBN

9979775106

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Halla Guðrún Mixa (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Róbert R (mynd af höfundi)

Höfundur:

Reynir Traustason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Sonja – Líf og leyndardómar – Uppseld”