Thorsararnir – auður, völd, örlög
Í augum danska búðarsveinsins Thors Jensen var Ísland land tækifæranna þótt þau vöru flestum öðrum hulin. Hann ákvað að láta slag standa og gerast Íslendingur. Thor hafði glöggt auga fyrir sóknarfærum og eftir að hafa þreifað fyrir sér í verslun sannfærðist hann um að framtíðin lægi í íslenskri stórútgerð. Í félagi við syni sína stofnaði hann togarafélagið Kveldúlf og lagði þar með hornstein að einu mesta ættarveldi landsins – veldi Thorsaranna.
Á blómatíma ættarinnar höfðu Thorsararnir mörg járn í eldi og þræðirnir lágu hvarvetna um samfélagið, útgerð, landbúnað, útflutningsverslun, utanríkisþjónustu og raunar æðstu stjórn. eins og nærri má geta var litið upp til þeirra, en Thorsararnir áttu einnig fjölda öfundarmanna í viðskiptalífi og á vettvangi stjórnmálanna – óvildarmenn sem áttu þann draum æðstan að ganga á milli bols og höfuðs á þeim.
Thorsararnir bárust á einkalífinu en undir niðri sveimuðu ýmis fjölskylduleyndarmál – þar eins og annars staðar skiptust á skin og skúrir. Saga Thorsaranna er saga um ótrúleg auðævi og takmarkalítil áhrif en einnig um misjöfn örlög. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Thorsararnir – auður, völd, örlög eru 14 kaflar, þeir eru:
- Landnemi á tíma landflótta
- „Talið um það við Thor“
- Höfðingi
- Á eigin fótum
- Efnisfólk
- Góðir dagar
- Í miðju hringnum
- „Fjárhaldsmenn fjöldans“
- Ský fyrir sólu
- Blessað stríði
- Ítök og ættartengsl
- Öndvegismenn
- Skuldadagar
- Örlög auðs og valda
- Auka:
- Í bókarlok
- Tilvísanir og heimildir
- Myndaskrá
- Nafnaskrá
Ástand: Gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.