Saga Símans í 100 ár

Árið 1906 komst Ísland í símasamband við umheiminn. Aldalöng einangrun landsins var rofin og heimsmyndin breyttist. Símasamband við útlönd – jafnvel þótt aðeins væri um ritsímasamband að ræða fyrstu 29 árin – hafði gífurleg áhrif á verslunarhætti, fjölmiðlun, mannleg samskipti og menningu. Ekki síður var mikilsvert fyrir litla þjóð í stóru landi að ná talsímasambandi milli byggðarlaga. Lagning símalínu frá Seyðisfirði norður um land til Reykjavíkur sumarið 1906 var þrekvirki sem telst til helstu verkfræðiafreka Íslandssögunnar.

Nú á tímum er sími miklu meira en tæki með tóli og snúru. Þróun símamála frá því Landsími Íslands tók til starfa hefur verið  mikil og stundum hröð. Sú þróun er rakin í þessari bók. Frásagnir símafólks leiða okkur í gegnum öldina; frá tímum fátækrar þjóðar og fárra símtækja fram til þess tíma þegar sími varð lófastór farandskrifstofa í almannaeigu. Við ferðumst frá tímum ríkisstofnunar til einkafyrirtækis, frá símaþjónustu til fjarskipta á öllum sviðum, frá Landssíma Íslands til Símans hf. (Heimild: Baksíða bókarinnar)

Bókin Saga Símans í 100 ár eru 17 kaflar, þeir eru:

  • Sími í sjónmáli
  • Síminn kemur
  • Loftskeytin taka flugið
  • Síminn og útvarpið
  • Sjálfvirkt samband
  • Talað milli landa
  • Úr loftlínu í jarðsíma
  • Rásum fjölgar
  • Fjarskipti í förum
  • Bylting með sæstrengjum
  • Mynd um síma
  • Jarðstöðin Skyggnir
  • Með símann alls staðar
  • Stafrænar stöðvar
  • Boð með ljósi
  • Nýjar leiðir um nýja heima
  • Breyttir tímar
  • Eftirmáli
  • Viðauki
    • Skrár
      • Stjórendur Landssíma Íslands 1906-2006
      • Stjórnir 1997-2006
      • Tilvitnanir
      • Heimildaskrá
      • Myndaskrá
      • Nafnaskrá

Ástand: gott, innsíður góðar smá rifa á kápunni

Saga Símans í 100 ár

kr.3.500

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502659 Flokkar: , Merkimiðar: , ,

SKU: 8502659Flokkar: , Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,9 kg
Ummál 24 × 3 × 29 cm
Blaðsíður:

304 +myndir +myndaskrá: bls. 297-298 +nafnaskrá: bls. 299-304

ISBN

9789979701460

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Síminn

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Hönnun:

Árni Pétursson (hönnun bókar), Björk Harðardóttir (kápuhönnun)

Höfundur:

Helga Guðrún Johnson, Sigurveig Jónsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Saga Símans í 100 ár – Uppseld”