Póstsaga Íslands 1776-1873

Póstsagan er ítarlegt heimildaverk sem nær frá byrjun opinberrar póstþjónustu til 1873 en þá var stofnað embætti póstmeistara og tímamót verða í póstsögunni m.a. með frímerkjanotkun.

Póstsaga Íslands er ríkulega skreytt myndum frá þeim tíma sem um er fjallað, skýringarmyndum og skjölum. Í bókinni finna menn svör við þeim spurningum sem þeir vilja bera fram um póstsögu á þessu tímabili. Fyrir daga síma og akvega voru póstarnir lífæð samskipta meðal þjóðarinnar. Póstskipin mörkuðu upphaf reglubundinna siglinga til landsins. Póstsagan er því órjúfanlegur og mikilvægur hluti Íslandssögunnar.

Bókin Póstsaga Íslands 1776-1873 eru 10 kaflar +undirkaflar, þeir eru:

  • Póstþjónusta í ríki Danakonungs 1624-1782 (5 kaflar)
  • Póstferðir hefjast í takmörkuðum mæli (7 kaflar)
  • Festa kemst á póstferðir um allt land. Árin 1786-1790 (4 kaflar)
  • Póstferðum fer fækkandi á ný. Árin 1790-1808 (4 kaflar)
  • Stríðsástand á höfunum. Póstferðir í lágmarki 1808-1820 (6 kaflar)
  • Reglulegar póstferðir kooma reglu á póstferðir innanlands 1820-1830 (5 kaflar)
  • Póstferðum fer fjölgandi 1830-1850 (4 kaflar)
  • Stefnt að breytingum í íslenzkum póstmálum. Árin 1850-1873 (10 kaflar)
  • Póstferðir á síðustu áratugum gamla kerfisins 1850-1873 (4 kaflar)
  • Póstskipin 1778-1873 (2 kaflar)

Ástand: gott eintak

Póstsaga Íslands 1776-1873 - Heimir Þorleifsson

kr.2.500

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1.25 kg
Ummál 18 × 4 × 25 cm
Blaðsíður:

532 +myndir +teikningar +ritsýni +nafnaskrá (1. bindi): bls. 524-530 +summary in english

ISBN

9789979590602

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Bókaútgáfa Þjóðsaga / Íslandspóstur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1996-2004

Hönnun:

Halldór Þorsteinsson (kápu- og bókarhönnun), Prentsmiðijan Oddi (umbrot)

Höfundur:

Heimir Þorleifsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Póstsaga Íslands 1776-1873”