Lærum að elda ítalskt

Í bókinni Lærum að elda ítalskt eru 10 kennslustundir með uppskriftum að fjölbreyttum og freistandi ítölskum réttum. Réttirnir í hverri kennslustund geta staðið saman sem máltíð eða einir og sér. Við fræðumst einnig um helstu hráefni og matarmenningu Ítala.

Ítölsk matargerð einkennist af einfaldleika og ferskleika þar sem hráefni eins og tómatar, ólífuolía, hvítlaukur og ferskar kryddjurtir ráða ríkjum. Í bókinni lærum við m.a. að elda sígilda rétti einsw og osso buco, tiramisu og ofnbakað eggaldin en einnig nýstárlegri rétti eins og saltfisks-carpaccio og rjúpu vafða í parmaskinku.

Gestakokkar í þessari bók eru þau Leifur Kolbeinsson og Heiðdís Hauksdóttir frá veitingastaðnum La Primavera, en þau hafa bæði mikla reynslu af því að elda ítalskan mat fyrir Íslendinga. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Lærum að elda ítalskt er skipt niður í 10 kennslustundir, þeir eru:

  • Inngangur: Ítalskt, suðrænt og seiðandi
  • Kennslustund 1: Kjúklingapasta með spergilkáli. Ítölsk tómatsósa
  • Kennslustund 2: Ofnbakað eggaldin. Smálúða með rúsínum og furuhnetum
  • Kennslustund 3: Stökkar brauðsneiðar með tómötum, Grænmetissúpa að hætti hússins. Ferskir ávextir með mascarponi-kremi
  • Kennslustund 4: Pitsa margaríta. Pitsuhálfmáni. Hvítlauksbrauðstangir
  • Kennslustund 5: Avókadósalat. Pasta með laxi
  • Kennslustund 6: Svepparísottó. Kálfarúllur með parmaskinku. Flórensk fennika. Hálffrosinn hindberjaís
  • Kennslustund 7: Eggfylltir tómatar. Risottó með saffrani. Osso buco. Espresso-frauð
  • Kennslustund 8: Kryddlegin kúrbítur. Sítrónukjúklingur. Spínat- og sveppasalat. Amaretto-ís með möndlukökum
  • Kennslustund 9: Parmaskinku- og asparrúllur. Ofnsteikt læri með beikoni. Hvítlaukskartöflur og bakaðir tómatar. Tiramisu
  • Kennslustund 10: Saltfisk-carpaccio með rauðri sósu. Osta-gnocchi með valhnetum. Rjúpa í skinkuhjúp. Ofnbakað grasker og smjörsteikt spínat. Pannacotta með karamellusósusósa.
  • Auk þess fylgir oft hverri kennslustund liður sem heitir Gott að vita þar getur verið hvernig á t.d. að búa til Pestó eða aðrar upplýsingar.

Ástand: gott

Lærum að elda ítalskt - Heiðdís Hauksdóttir og Leifur Kolbeinsson

kr.900

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 21 × 1 × 28 cm
Blaðsíður:

40 +myndir

ISBN

9789979219866

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Ljósmyndir:

Kristján Maack

Hönnun:

Hunang

Ritstjóri

Rut Helgadóttir

Höfundur:

Heiðdís Hauksdóttir, Ólafur G. Sveinbjörnsson (matreiðsla fyrir myndatöku), Leifur Kolbeinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lærum að elda ítalskt”