Jón Sigurðsson, ævisaga – fyrra bindi

Í þessari miklu ævisögu er dregin upp lifandi mynd af manninum Jóni Sigurðssyni, æsku hans og uppvexti, ættingjum, öfundarmönnum og samherjum, og fjallað er um hið viðkvæma ástarsamband Jóns við náfrænku sína, Ingibjörgu. Hér er lýst aðdraganda þess að Jón dregst inn í stjórnmálabaráttuna og sýnt er fram á hversu mjög hræringar í dönskum stjórnmálum á fyrri hluta 19. aldar komu þar við sögu. Margt nýtt kemur fram um einkahagi og hugsanir Jóns og óhætt er að fullyrða að höfundur dragi hér upp fyllri mynd af persónu Jóns og árdögum íslenskrar sjálfstæðisbaráttu en hingað til hefur þekkst. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og hafa ævisögur hans um Einar Benediktsson og Jónas frá Hriflu hleypt nýju lífi í þá bókmenntagrein. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Jón Sigurðsson, ævisaga er ekki með efnisyfirlit en við skoðun eru 29 kaflar, og eru þeir raðaðir eftir tímatali:

Ástand: gott

Jón Sigurðsson ævisaga, fyrra bindi - Guðjón Friðriksson

kr.2.100

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,750 kg
Ummál 17 × 5 × 24 cm
Blaðsíður:

565 +myndir +kort +Nafnaskrá 1. bindi: bls. 556-565

ISBN

9979323590

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002 (1. prentun)

Hönnun:

Edda hf. / EJ (umbrot), Næst (kápuhönnun)

Höfundur:

Guðjón Friðriksson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Jón Sigurðsson, ævisaga – fyrra bindi – Uppseld”