Á flugi, áfangar í sögu Flugleiða

Saga Flugleiða er saga mikilla umbrota og baráttu, saga sigra og ósigra, en umfram allt mikið ævintýri. Hún segir frá því hvernig lítill eyþjóð tókst að komast í betra samband við umheiminn en þekkist hjá svo fámennum þjóðum og opna um leið landið fyrir erlendum ferðamönnum.

Í bókinni er sagt frá því hvernig fyrirtækið varð til. Forsaga þess er á köflum lyginni líkust og í upphafi var ekki margt sem benti til þess að það ætti langa framtíð fyrir sér. Þessi mikilvæga loftbrú Íslendinga til annarra landa riðaði líka oft til falls.

En hvernig urðu þá Flugleiðir að því stórfyrirtæki sem við nú þekkjum? Þeirri spurningu er svarað í máli og ekki síður ótal myndum. Yfir þeirri sögu ríkir engin lognmolla. Saga Flugleiða er spennusaga. Saga um félag sem kom Íslandi í þjóðbraut á þotuöld

Efnisyfirlit, bókinn Á Flugi, áfangar í sögu Flugleiða er skipt niður í 7 kafla og eftirmáli þeir eru:

  • Íslendingar taka flugið 1903-1973
  • „Sameinaðir stöndum vér…“ 1973-1979
  • Sjö mögur ár 1979-1986
  • Stórt stökk til framtíðar 1987-1995
  • Ferðamenn til Íslands 1995-2000
  • Amma, mamma, dóttir – Í upphafi nýrrar aldar
  • Nýr áfangastaðir: Framtíðin
  • Eftirmáli og skrár

Ástand: Vel með farin

Á flugi áfangar í sögu Flugleiða - Helga Guðrún Johnson og Sigurveig Jónsdóttir

kr.2.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,2 kg
Ummál 22 × 3 × 28 cm
Blaðsíður:

264 +myndir +línurit +nafnaskrá: bls. 261-264

ISBN

9789979609516

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Flugleiðir

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2004

Höfundur:

Helga Guðrún Johnson, Sigurveig Jónsdóttir