Kiljur í bókarflokknum um Morgan Kane. Höfundur er Louis Masterson sem er dulnefni fyrir Kjell Hallbing (1934-2004) sem er norskur rithöfundur. Í heild hafa komið út 83 bækur um Morgan Kane. Í bókunum er Morgan Kane fæddur árið 1855 einhversstaðar í kringum Sante Fe Trail. En Santa Fe Trail var leið um mið-Norður-Ameríku sem tengdi Franklin í Missouri við Santa Fe í Nýju-Mexíkó. En foreldar Morgan Kane voru írskir innflytjendur sem voru drepnir af Indjánum þegar hann var tveggja vikna gamall.