Svaðastaðahrossin uppruni og saga II. bindi
Í þessu bindi ritverksins um Svaðastaðahrossin er haldið áfram að rekja sögu þessa merka hrossakyns sem nú er útbreiddasti stofninn innan íslenska hrossastofnsins. Í fyrsta bindi var saga Ssvaðastaðahrossanna rakin allt frá miðri 18. öld. Nú er haldið áfram þar sem frá var horfið og getið margra þekktustu gæðinga og stóðhesta landsins.
Sérstakur kafli er til dæmis um áhrif Harðar 591 frá Kolkuósi, en hann er talinn áhrifamesti stofnfaðir Svaðastaðahrossanna eftir 1960. Þá eru fjöldamörgum öðrum hrossum gerð ítarleg skil og fjallað er um mörg þekkt hrossaræktarbú. Þar má til dæmis nefna Svaðastaði, Vatnsleysu, Axlarhaga og Þverá í Skagafirði, Kröggólfsstaði í Ölfusi og mörg önnur.
Sérstakur þáttur er af ræktun Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki og margir af kunnustu stóðhestum hans fá sérstaka umfjöllun.
Ritverkið um Svaðastaðahrossin er þegar orðið grundvallarrit í íslenskri hrossarækt. Ritverkið geymir hafsjó af upplýsingum um menn og hesta, sem aldrei hafa birst opinberlega áður. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Svaðastaðahrossin uppruni og saga II. bindi eru 19 kaflar, þeir eru:
- Aðfaraorð
- Hrossaræktarfélagið Samstaða
- Hörðu frá Kolkuósi – stóðhestafaðir í sérflokki
- Ræktunin í Hlöum og Hlöðutúni
- Ræktun Hlaðahrossa á Hverstu í Arnarfirði
- Páll, Sigurbjörn og Hörður á Kröggólfsstöðum
- Kvíarhóll í Ölfusi: Svaðastaðastofninn í öndvegi
- Vantsleysa í Skagafirði: Ræktun Svaðastaðahrossa í áratugi
- Ásgeirsbrekka í Skagafirði: Svaðastaðahross með sterku Kolkuóssívafi
- Neðri-Ás í Hjaltadal: Þokki frá Viðvík þungamiðjan í athyglisverðri hrossarækt
- Sigríðarstaðir í Fljótum: Góðar hryssur af Svaðastaðastofni
- Ræktunin heima á Svaðastöðum
- Stofnhryssur á Svaðastöðum
- Jón Pálmason og hrossin frá Axlarhaga
- Þverá í Blönduhlíð: Hrossarækt byggð á hrossunum frá Axlarhaga
- Saurar á Mýrum
- Sauðárkrókslína Svaðastaðastofnsins
- Augað járnhart líkt í hrossunum
- Mikill vilji, ganglægni og gott geðslag
- Sörli 71 og Tinna 147 bestu kynbótahrossin
Ástand: gott, lausa kápan snjáð, en ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.