Ég drepst þar sem mér sýnist

Gísli Rúnar Jónsson og Grínarar hringsviðsins segja sögur úr sviðsljósinu … og skugga þess

Þessi bók er fágætt safn 2.000 upplýsandi og drepskemmtilegra sagna úr sviðsljósinu. Í þessari kaldhæðnislega innbundnu en dagsönnu revíu stígur Gísli Rúnar Jónsson dramatískan darraðardans í óformlegu en taktvissu hliðarspori við leiklistarsöguna, við undirleik kostulega ónákvæmrar en alþjóðlegrar ritstjórnar Grínara hringsviðsins. Öldum saman hefur sviðsljósið verið uppspretta óþrjótandi söguburðar og má þá einu gilda hvort við sögu komu leikstjórinn og leikhússtjórinn sem reyndu að bíta nefið hvor af öðrum, gagnrýnandinn sem kom að konunni sinni uppi í rúmi með ballettdansaranum eða leikskáldið sem gekk í skrokk á leikaranum fyrir að fara afturábak með textann. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Ég drepst þar sem mér sýnist eru 16 kaflar, þeir eru:

  • Allir á svið
  • Leikendur í aðalhlutverki
  • Listrænt ráðríki
  • Í skugga sviðsljóssins
  • Leikur á tungu
  • Efni og innihald
  • Gang og gaman
  • Áhugaleiklist
  • Laun heimsins
  • Vensl í skjóli sviðisljósa
  • Áttaskyn og faraldsfótur
  • Að utan
  • Á öldum ljósvakans
  • Tónlist við upptroðslur
  • Dramatískar dillur
  • Að leikslokum
  • Viðauki
    • Tjaldi fellur
    • Leiknum er lokið
    • Handrit

Ástand: gott eintak, ekkert krot né nafnamerking

Ég drepst þar sem mér sýnist - Gísli Rúnar Jónsson

kr.900

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502124 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,3 kg
Ummál 22 × 4 × 28 cm
Blaðsíður:

409 +myndir

ISBN

9789979653615

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Tindur

Útgáfustaður:

Akureyri

Útgáfuár:

2011

Hönnun:

Hermann Arason (umbrot og hönnun)

Teikningar

Karl Jóhann Jónsson

Höfundur:

Gísli Rúnar Jónsson, Karl Jóhann Jónsson (kápuhönnun)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ég drepst þar sem mér sýnist – Uppseld”