Er dauðinn kveður dyra
Elisabeth Kübler-Ross læknir er forstjóri við The Family Sercice and Mental Health Center of South Cook County í Illinois. Hún segir m.a. í þessari bók sinni: „Hins vegar undraðist ég hversu margir þeir klerkar voru sem voru fyllilega ásáttir að nota einungis bænabók eða kafla úr Biblíunni sem tjáningarmiðil milli sín og sjúklinganna og komust þannig hjá að hlusta á þarfir þeirra eða þurfa að svara spurningum sem þeir annaðhvort gátu ekki eða vildu ekki svara. Margir þeirra höfðu heimsótt óteljandi fárveikar manneskjur en tóku nú í fyrsta sinn að velta andláti og dauða fyrir sér í raun og veru. Þeim varð afar tíðrætt um útförina og hlutverk sitt fyrir og eftir hana en áttu afar örðugt með að sinna deyjandi manneskju sjálfri. Þeir brugðu oft fyrir sig fyrirmælum læknanna að „segja ekki frá“ eða því að einhver nákominn hefði verið nærstaddur þegar þeir þurftu að afsaka tæp tengsl við fárveikt fólk. En eftir margítrekaðar samræður tóku þeir að skilja eigin tregðu gagnvart erfiðleikum og hugarstríði og hversu þeir brugðu fyrir sig Biblíunni, ættingjum eða fyrirmælum læknis til að afsaka eða skýra afskiptaleysi sitt.“
Bókin Er dauðinn kveður dyra er skipt niður í 12 kafla, þeir eru:
- Dauðans angist
- Viðhorf til andláts og dauða
- Fyrsta stig: Afneitun og einangrun
- Annað stig: Reiði
- Þriðja stig: Samningar
- Fjórða stig: Þunglyndi
- Fimmta stig: Jafnaðargeð
- Von
- Fjölskylda sjúklingsins
- Viðtöl við dauðvona sjúklinga
- Viðbrögð við námsrannsókn á andláti og dauða
- Bjargráð við dauðvona sjúklinga
-
- Bækur um sama efni
-
Ástand: gott bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.