Bóksalinn í Kabúl
Vorið eftir fall talibana í Afganistan dvaldi norska blaðakonan Åsne Seierstad um nokkurra mánaða skeið hjá Khan-fjölskyldunni í Kabúl. Bóksalinn í Kabúl er lýsing Åsne á fjölskyldu sem leitar að tilveru í hinu nýja Afganistan, á togstreitunni milli hins nútímalega, vestræna og hins hefðbundna. Þetta er frásögn af landi í rústum, en líka af fólki að leita frelsis undan sögu sem er full af stríði og kúgun – í von um betra líf. Bóksalinn í Kabúl hefur vakið heimsathygli og er ein umtalaðasta bók ársins í veröldinni. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.