Bókin um viskuna og kærleikann

Dalai Lama, einn fremsti andlegi leiðtogi heimsins, hefur með verkum sínum veitt lesendum um allan heim aðgang að viskubrunni sínum. Í þessari bók gefur hann einföld og hagnýt ráð um það hvernig njóta megi meiri ástar og samhygðar. Kenningar hans byggjast á skynsemi og manngæsku en hvorki á predikunum né þröngsýni. Hann nálgast viðfangsefni sitt af kímni og raunsæi og bendir á hvernig við getum lifað í sátt og samlyndi við aðra. Jafnframt leiðir hann í ljós hvernig breyta megi neikvæðum kenndum eins og reiði í ást eða í hugarró, og hvernig við getum eflt með okkur kærleikann í garð annarra og orðið þannig betri manneskjur. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin um viskuna og kærleikann er skipt niður í 6 hluta, þeir eru:

  • Ánægja, gleði og gott líf
  • Þegar dauðinn ber að dyrum
  • Baráttan við reiði og geðshræringu
  • Að gefa og þiggja
  • Samhyggð: Grundvöllur mannlegrar hamingju
  • Spurningar og svör

Ástand: bæði innsíður og kápa góð

Bókin um viskuna og kærleikann - Dalai Lama - JPV 2002

kr.1.300

1 á lager

Vörunúmer: 8502992 Flokkar: , Merkimiðar: , , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,350 kg
Ummál 14 × 2 × 19 cm
Blaðsíður:

127

ISBN

9979761717

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Íslensk þýðing

Jóhanna Þráinsdóttir

Höfundur:

Dalai Lama (Tenzin Gyatso)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Bókin um viskuna og kærleikann – Dalai Lama”