Voru guðirnir geimfarar?

Ráðgátur fortíðarinnar í ljósi nútímatækni

Hvaðan kom þjóðum aftur í grárri forneskju furðuleg þekking þeirra á gangi himintungla, og vitneskju um rétta lögun jarðar?
Hvernig stendur á því að nákvæmar lýsingar á hinum geigvænlegu afleiðingum kjarnokrkusprenginga er að finna í fornsögulegum kviðum, sem varðveizt hafa á leirtöflum, er fundizt hafa í jörðu? Hvaðan kom forsögulegum kynþáttum tækni til að höggva steinblokkir, tugi smálestra að þyngd úr hörðu bergi, flytja þær langar leiðir, og leggja í hleðslu eins og um tígulsteina væri að ræða, af ótrúlegustu nákvæmni?
Hverjir voru þeir synir guðs, er girntust dætur manna og gátu börn með þeim, að því er segir í Mósebókum?

Spurningarnar, sem svissneski fræðimaðurinn, Erik von Däniken, glímir við í þessari bók, eru margar og ólíkar, en eiga það þó sammerkt, að viðkomandi sérfræðingar og vísindamenn hafa ekki enn fundið nein viðhlítandi svör við þeim.
Von Däniken heldur því og ekki fram, að sér hafi tekizt að ráða þær gátur, en hann nálgast þær að öðrum leiðum en áður hefur verið gert af fornfræðingum, og sem sjálflærður athugandi er hann óbundinn af fræðikenningum og hefðbundnum niðurstöðum, og koma hans eigin niðurstöður því mjög á óvart, og knýja lesandann til umhugsunar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Voru guðirnir geimfara er skipt niður í 11 kafla, þeir eru:

  • Þegar geimför okkar lentu á jörðu
  • Lokaður heimur hins óskýrða
  • Var guð geimfari?
  • Eldlegir vagnar af himnum
  • Fornir hugarórar eða fornar staðreyndir?
  • Forn undur eða geimferðastöðvar?
  • Leyndardómar Suður-Ameríku og aðrar furður
  • Páskaeyjan – Land mannfyglanna
  • Staða jarðarinnar í alheimi
  • Beint samband
  • Morgundagurinn

Ástand: gott, innsíður góðar

Voru guðirnir geimfarar - Erich Von Daniken

kr.1.200

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501501 Flokkur: Merkimiðar: ,
SKU: 8501501Flokkur: Merkimiðar: ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 16 × 2,5 × 24 cm
Blaðsíður:

146 +myndasíður

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi og með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Erinnerungen an die Zukunft

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1972

Teikningar

Hilmar Helgason (káputeikning)

Íslensk þýðing

Loftur Guðmundsson

Höfundur:

Erich Von Daniken

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Voru guðirnir geimfarar – Ekki til eins og er”