Vatnsfjörður í Ísafirði
Þættir úr sögu Höfuðbóls og Kirkjustaðar
Í þessu riti segir af Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp frá upphafi norrænnar mannabyggðar fram undir lok 20. aldar. Vatnsfjörður er þekktur sögustaður, þar sátu misvitrir höfðingjar á miðöldum og lærdómsmenn í prestastétt á seinni öldum. Bókin er ætluð til fróðleiks, byggð á prentuðum sem óprentuðum ritheimildum og tekið mið af fornleifarannsóknum sem fram hafa farið á staðnum mörg undanfarin sumar. Frumkvæði að bókinni átti séra Baldur Vilhelmsson. Hann er síðastur merkra presta og prófasta sem búið hafa í Vatnsfirði og situr þar enn á friðarstóli ásamt eiginkonu sinni frú Ólafíu Salvarsdóttur. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Vatnsfjörður í Ísafirði eru 5 kaflar, þeir eru:
- Aðfaraorð ritstjóra
- Formáli
- I. Vatnsfjörður – Höfuðból við Djúp
- II. Vatnsfjörður – eignir og ítök
- III. Vatnsfirððingar á miðöldum
- IV. Vatnsfjarðarkirkja
- V. Prestatal Vatnsfjarðarkirkju
- Heimildir og styttingar
- Nafnaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.