Stjórnarráð Íslands 1904-1964
Stjórnarráð Íslands 1904-1964, er í tveimur bindum og ritað af Agnari Klemens Jónssyni. Þetta glæsilega verk kom út árið 1969 og er 1. útgáfa. Verk þetta hefur það reynst haldgott yfirlitsrit um efsta lag framkvæmdavaldsins og stjórnsýslunnar á Íslandi og það stendur enn fyllilega fyrir sínu sem grundvallarrit á sviði stjórnsýslusögu og stjórnmálasögu tímabilsins.
Í síðara bindinu er fjallað um helstu framkvæmdir Stjórnarráðs Íslands á tímabilinu, en með því er aðallega átt við helstu lagasetningu á þess vegum, samninga við erlend ríki aðrar mikilvægar ákvarðanir ríkisstjórna á tímabilinu. Þá er rætt um starfsmenn Stjórnarráðsins, húsakost þess og getið nokkurra minnisverðra atburða sem áttu sér stað við Stjórnarráðshúsið. Að lokum eru í síðara bindinu skrár yfir ráðherra, ríkisstjórnir, embættismenn og aðra starfsmenn Stjórnarráðsins á tímabilinu 1904-1964.
Verkið Stjórnarráð Íslands 1904-1964 er í tveimur bindum og er í heild 10 kaflar með undirköflum, þeir eru:
I. bindi
- Heimastjórn (6 undirkaflar)
- Breytingar á stjórnsýslunni
- Ráðherrar (10 undirkaflar)
- Ráðherrar Íslands og Ríkisstjórnir (23 undirkaflar)
- Skrifstofur Stjórnarráðsins Íslands (16 undirkaflar)
- Störf og starfshættir Stjórnarráðs Íslands (5 undirkaflar)
II. bindi
- Helztu framkvæmdir Stjórnaráðs Íslands (69 undirkaflar)
- Starfsmenn Stjórnarráðs Íslands (4 undirkaflar)
- Stjórnarráðsbyggingar (4 undirkaflar)
- Minnisverðir atburðir við Stjónrráðshúsið (9 undirkaflar)
- Atriðisorð
- Mannanöfn
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
ATH! á lausakápunni kemur eins og það stendur 1901-1961 en það er þunn hvít lína sem ekki sést vel á mynd.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.