Saga Reykjavíkur bærinn vaknar – 1870-1940 2. hluti

Saga Reykjavíkur er stórvirki unnið af þremur sagnfræðingum á vegum Reykjavíkurborgar sem voru fengnir til að rannsaka og skrá sögu Reykjavíkur. Þorleifur Óskarsson gerir tímabilinu fram til 1870 skil í tveimur bindum, Guðjón Friðriksson ritar tvö bindi um árabilið 1870­-1940 og Eggert Þór Bernharðsson önnur tvö um tímann eftir 1940. Þeir Eggert Þór og Guðjón hófu vinnu að sínum hlutum verksins 1985 og Þorleifur tveimur árum síðar.

Hér má finna annan hluta rits Guðjóns Friðrikssonar, Saga Reykjavíkur: Bærinn vaknar 1870­-1940. Hér er á ferðinni umfangsmesta úttekt á sögu sveitarfélags sem ráðist hefur verið í að rita hérlendis. Fer vel á því að slíkur metnaður sé lagður í sögu höfuðborgarinnar af hálfu þeirra sem að ritun og útgáfu verksins standa.

Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar er ennfremur óvenjulega glæsilegt rit hvað allan ytri búning varðar. Ritið er í stóru broti, prýtt hundruðum mynda; engin opna hinna liðlega 500 textasíðna er myndlaus. Auk ljósmynda eru myndir úr fréttablöðum, myndir af fregnmiðum, auglýsingum o.fl. notaðar til að glæða textann lífi. Myndefnið fellur vel að textanum og margar myndanna hafa sjálfstætt heimildargildi. Í bókinni er einnig að finna línurit og skífurit um margvíslega þætti bæjarfjármála, atvinnulífs og fólksfjöldaþróunar.

Bókin Saga Reykjavíkur bærinn vaknar 1870-1940 2. hluti, eru 19 kaflar, þeir eru:

 • Stríðsþrengingar. Bæjarstjórn í nýju hlutverki 1914-1918
 • Síðasta drepsóttin. Heilbrigðismál 1870-1940
 • Togarabærinn. Sjávarútvegur 1917-1940
 • Byltingarótti og stéttabaráttu. Verkalýðsmál 1916-1930
 • Borgarar og jafnaðarmenn? Stjórn bæjarins 1916-1930
 • Innan Hringbrautar. Skipulags- og húsnæðismál 1910-1930
 • Ungir og gamlir. Uppeldis- og ellimál 1890-1940
 • Höfuðstaður íþrótta. Íþróttir 1920-1940
 • Bílabærinn. Samgöngur 1913-1940
 • Gleði áratugurinn. Skemmtanir og menningarlíf 1916-1930
 • Kreppan. Verkalýðs- og atvinnumál 1930-1940
 • Með lögum skal land byggja. Lögreglan 1870-1940
 • Yfirburðir Sjálfstæðisflokksins. Bæjarstjórn 1930-1940
 • Landsbyggðin og Reykjavík. Átökin milli þéttbýlis og dreifbýlis 1920-1940
 • Fúnkisstíll og félagslegar íbúðir. Húsnæðis- og skipulagsmál 1930-1940
 • Lyftistöng allra framfara. Orka og iðnaður 1915-1940
 • Kaupmaðurinn á horninu. Verslun 1917-1940
 • „Leit auga þitt nokkuð fegra“. Menningar- og skemmtanalíf 1930-1940
 • Alþjóðlegir straumar. Stórveldin beina sjónum að Íslandi 1924-1940
 • Viðauki
  • Tilvísanir
  • Heimildaskrá
  • Nafnaskrá
  • Atriðaorðaskrá
  • Félög, fyrirtæki, staðir og stofnanir
  • Myndaskrá

Ástand: Ný bók

Saga Reykjavíkur, bærinn vaknar 1870-1940 seinni hluti - Guðjón Friðriksson

Ný bók

kr.4.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 3,95 kg
Ummál 24 × 5 × 31 cm
Blaðsíður:

viii, 565 +myndir +línurit +ritsýni +uppdrættir +nafnaskrá: bls. 425-428 +atriðisorðaskrá: bls. 429-437 (2. bindi) Félög, fyrirtæki, staðir og stofnanir: bls. 439-445

ISBN

9979102373

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1991-1994

Hönnun:

Ragnar Axelsson [et. al]

Höfundur:

Guðjón Friðriksson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Saga Reykjavíkur bærinn vaknar – 1870-1940 síðari hluti”