Saga mannsins – frá örófi fram á þennan dag
Bókin sem þú hefur nú í höndunum á ekki aðeins að hjálpa þér að átta þig á kóngum og keisurum, styrjöldum og þeim endalausu róstum sem einkenna sambúð mannsins við sjálfan sig, heldur á hún líka að rekja sögur mannsandans frá því fyrsti apamaðurinn gægðist upp úr hávöxnu grasinu á steppunum í Afríku forðum og fram á þenn dag, þegar kannski er ekki nema rúmur áratugur þangað til við sendum í fyrsta sinn fulltrúa okkar til aqnnarra reikistjörnu. Sagan e ekki aðeins rakin með tímalínu í skýru og aðgengilegu máli, heldur einnig og ekki síður með þeim aragrúa mynda sem í bókinni eru. Einmitt þessi mikli fjöldi mynda gerir bókina jafn nytsamlega og skemmtilega sem okkur þykir hún vera. Sá sem sekkur sér á kaf í söguna verður aldrei einmana. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Saga mannsins – frá örófi fram á þennan dag er skipt niður í átta kafla, þeir eru:
- Forsaga – frá hafi til m 4000 f.Kr. (11 kaflar)
- Fyrstu rík – 7000 f.Kr. – 200 e. Kr.(13 kaflar)
- Heimur fornaldar – Um 2500 f.Kr. – 900 e.Kr. (20 kaflar)
- Miðaldir 5. – 15. öld (26 kaflar)
- Innreið nútímas – 16. – 18. öld (23 kaflar)
- Nýöld – 1789 – 1914 (25 kaflar)
- Heimsstyrjaldir og millistíðsár – 1914 – 1945 (30 kaflar)
- Samtíminn – 1945 til þessa dags (30 kaflar)
- Viðauki
- Nafnaskrá
Ástand: Innsíður og kápa gott, lausa kápan með smá rif.