Plönturíkið – Fjölfræðibækur AB

Þessi fallega og fróðlega bók á opna augu lesenda fyrir fjölbreytni plönturíkisins sem telur að minnsta kosti 300.000 tegundir. Í bókinni má kynnast mörgum aðferðum plantna við að halda velli og auka kyn sitt í alls konar umhverfi.

Dýr hafa alltaf vakið athygli umfram plöntur og völ er á meira úrvali læsilegra bóka um ríki dýranna en um plönturnar. Með þessari bók er reynt að minnka bilið, plöntunum í hag. Hún á að stuðla að heilbrigðum áhuga á litskrúðugum, fjölbreyttum og forvitnilegum heimi plantnanna.

Dr. Ian Trible er ágætlega fallinn til að leysa það vandasama hlutverk af hendi að semja slíka bók. Hann starfar að rannsóknum og kennslu við Háskólann í Liverpool, þar sem áhugi hans beinist einkum að samanburði á efnaferlum og efnasamsetningu mismundandi plantna og að ætti ýmissa efna í plöntunum í aðhæfingu þeirra og þróun. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin  Plönturíkið er skipt í tvö hluta en samtals 27 kaflar, þeir eru:

 • Þróun og flokkun
 • Nokkur mikilvæg hugtök
 • Meginflokkar
  • Veirur
  • Gerlar
  • Slímgerlar
  • Gormgerlar
  • Blágrænþörungar
  • Sveppir
  • Fléttur
  • Þörungar
  • Mosar
  • Byrkningar
  • Berfrævingar
  • Dulfrævingar
 • Einkenni plantna
  • Styrkur
  • Varnir
  • Næringarnám
  • Vökvun
  • Öndun
  • Efnaflutningur
  • Æxlun
  • Dreifing
  • Spírun
  • Fræ
  • Samvinna
  • Víxláhrif
 • Viðauki: Nöfn og atriðisorð

Ástand: gott bæði kápa og innsíður.

kr.800

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 12 × 2 × 19 cm
Blaðsíður:

159 +myndir +nöfn og atriðisorð: bls. 157-159

ISBN

Ekkert

Heitir á frummáli

The plant kingdom

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1976

Teikningar

Henry Barnet

Íslensk þýðing

Jón O. Edwald

Höfundur:

Ian Tribe

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Plönturíkið – Fjölfræðibækur AB – Ian Tribe”