Öðruvísi fjölskylda
Það gengur á ýmsu í lífi Karenar Karlottu, níu ára bráðum tíu, og fjölskyldu hennar sem lesendur kynntust fyrst í Öðruvísi dögum. Útlenskur afi systkinanna, sem talinn var löngu látinn, skýtur skyndilega upp kollinum, amma þeirra tekur að sér innbrotsþjóf og ýmislegt fleira kemur á óvart. Sagan er full af skemmtilegum atburðum og litríkum persónum en Karen Karlotta skynjar líka ósköp vel alvöru lífsins.
Guðrún Helgadóttir hefur fyrir löngu sýnt og sannað að hún er einn fremsti barnabókahöfundur landsins. Í þessari bók er ekkert gefið eftir því þótt sagan leiftri af fjöri og skrýtnum uppákomum þá hikar Guðrún ekki við að takast á við alvarleg viðfangsefni eins og stríð og fórnarlömb þess, einmanaleika og fleira í sama dúr.
Guðrún Helgadóttir er margverðlaunaður höfundur og hefur meðal annars hlotið Norrænu barnabókaverðlaunin auk þess að vera tilnefnd til bókmenntaverðlaun H.C. Andersens og Astrid Lindgren. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Öðruvísi fjölskylda er sjálfstætt framhald af vínsælu bókinni Öðruvísi dagar sem kom út árið 2002.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.