Mannfækkun af hallærum

Bók þessi er endurprentun af ritgerð, sem birtist árið 1796 í riti þess konunglega íslenska lærdómslistafélags. Hún hlýtur sess í bókasafni AB vegna fróðleiks, sem hún geymir um mestu þrengingartíma þjóðarinnar, vegna ágætrar framsetningar á íslenskri tungu í lok 18. aldar, vegna bjartsýni höfundar á framtíð Íslands og stolts hans og reisnar fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. (Heimild: formáli bókarinnar)

Bókin Mannfækkun af hallærum eru 37 greinar og að auki kynning á höfundi, greinarnar eru (ath, ritað eins og stendur í efnisyfirliti):

  • Um bókina og höfund hennar
  1. grein: Um hina snörpustu vendi Guðs. Verst er hallærishungrið, hið harðasta sverð
  2. grein: Ísland er hallærasamt, en ekki óbyggjandi. Landið hefur oftast náð sér aftur, en fram á það verður sýnt með því að minnast á hin markverðustu hallæri hér á landi
  3. grein: Sagt frá hallærum á söguöld
  4. grein: Óöld í kristni 1056 og Sandfellsvetur 1105
  5. grein: Mannfall 1120 og 1153
  6. grein: Um harðindi og landskjálfta á árunum 1180-1261
  7. grein: Hallærisárum fjölgar frá ofanverðri þrettándu öld og fram á þá fimmtándu. Sagt frá harðærum 1275-1310
  8. grein: Um árin 1311-1315
  9. grein: Um árin 1319-1337
  10. grein: Um árin 1339-1365. Eldsuppkomur í Heklufjalli og Hnappafellsjökli
  11. grein: Árin 1370-1394. Ný röð af dýrtíðarárum
  12. grein: Á fimmtándu öld finnst fátt ritað
  13. grein: Framan af sextándu öld gengu að sönnun nokkur hallæri yfir landið
  14. grein: Árið 1552 var kallað Harði vetur og voru eigi sjaldan bág ár til aldamóta
  15. grein: Árin 1600-1612. Seytjánda öldin hefst með Lurki, Píningsvetri og Eymdarári
  16. grein: Árin 1614-1625, en þá var Svellavetur, og átu færleikar veggi og velli, hræ og hauga, stoðir og stokka
  17. grein: Á árunum 1627-1641 gekk Hvítivetur harðast að, féll þá margt fólk, svo og í bólunni 1635
  18. grein: Engin sérleg hallæri næstu 30 ár fram um 1670, þá þrengdu þau almenningi
  19. grein: Hallæri aukast og hungur á árunum 1674-1976
  20. grein: Seytjánda öldin endar með langvarandi stórharðindum og mannfækkun. Hér segir frá árunum 1680-1692
  21. grein: Enn herðir að árin 1693-1696, og er hið síðasta versst
  22. grein: Árin 1697-1701. Hallæri, svo og rán og þjófnaður gekk fram úr máta, en breytir til hins betra 1702
  23. grein: Um fyrra helming 18. aldar, en þá tilféllu engin þau hallæri, er mannfallið hafi ollað. Frá 1735-1751 fjölgaði um frek 6000 manns
  24. grein: 1751 byrjuðu þau harðindi, sem stigu hæst 1757. Mikil mannfækkun
  25. grein: Frá 1758-1777 voru engin hallærisár, svo að fólk fjölgaði að nýju
  26. grein: Árin 1777-1779. Fer að koma undirbúningur þeirra harðæra, er seinna yfirtóku
  27. grein: Árin 1780-1781 var meiri bjargræðisskortur n menn í langan tíma höfðu reynt
  28. grein: Árin 1782-1793 voru ekki með þeim bágustu
  29. grein: Eftir blítt vor 1783 eldsuppkoma í Skaftafellssýslu og brennisteinsrigning. Síðan harður vetur og stórfellir alls búpenings vorið 1784
  30. grein: Árið 1784 til um vorið 1785 var endakleppurinn og hið skaðlegasta af þessari hallæraröð. Dóu fleiri en fæddust 9328 manneskjur. Sagt frá jarðskjálftanum mikla í ágúst 1784
  31. grein: Gerð grein fyrir mannfækkun á árunum 1779-1785 og manntali í Skálholtsstifti 1785
  32. grein: Um áhrif hallæra. Í öllum harðindum er mannfallið eitt fyrir sig að sönnu sá stærsti skaði
  33. grein: Reynt að bera hallærabálkinn 1779-1785 saman við harðindi fyrri tíma
  34. grein: En er þá landsins hungursneyð svo tíð, að það sé óbyggilegt? Ísland hefur ætíð náð sér eftir mannfækkun. Skyldum vér þá örvænta?
  35. grein: Afturbati árin 1785-1791, þótt langt væri frá góðæri. Landskjálftar í júní 1789
  36. grein: Rætt um meðöl til að varna hallærisins háskalegu verkunum
  37. grein: Settar fram niðurstöður, en þar er sú fremsta, að Ísland fái oft hallæri, en ekkert land Norðurálfu sé svo fljótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni, og sé því eigi óbyggjandi

Ástand: gott

Mannfækkun af hallærum, Hannes Finnsson

kr.2.900

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,350 kg
Ummál 12 × 3 × 19 cm
Blaðsíður:

210

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1970

Hönnun:

Hafsteinn Guðmundsson (útlit)

Ritstjóri

Jóhannes Nordal, Jón Eyþórsson

Höfundur:

Hannes Finnsson (1739-1796)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Mannfækkun af hallærum”