Listin að selja

Sölumaðurinn Tom Hopkins hefur lifað tímana tvenna. Ungur að árum hóf hann sölustörf og kynntist engu nema eymd og volæði. Hann seldi varla nokkurn skapaðan hlut. Í stað þess að gefast upp brá hann á það ráð að afla sér þekkingar í faginu og það gjörbreytti lífi hans, svo ekki sé meira sagt.  Á þremur árum varð hann stórauðugur. Í þessari bók boðar hann nýjan stíl í sölumennsku, byggðan á heiðarleika og raunsæju mati á þörfum viðskiptavinanna.

Í þessari bók er að finna ítarlegar ráðleggingar til þeirra sem selja hvers kyns vörur, smár sem stórar. Höfundur fjallar um helstu hindranir sem verða á vegi manna í starfi og skýrir síðan hvernig má komast yfir þær. Hann fjallar m.a. um:

 • Val á viðskiptavinum
 • Spurningatækni
 • Viðbrögð við mótbárum
 • Símatækni
 • Viðbrögð við afsvari
 • Undirbúning
 • Hvatningu í starfi
 • Hverig gera á út um kaup.    (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Listin að selja eru 14 kafla, þeir eru:

 • Um hvað snýst sölumennska
 • Tólf sérkenni snjöllustu sölumannanna
 • Spurðu rétt og árangurinn er vís
 • Skapaðu rétt andrúmsloft
 • Hvers vegna …?
 • Elskaðu afsvar
 • Aflaðu viðskiptavina
 • Aflaðu fjár og fram með símanum
 • Nýttu kynninguna til fullnustu
 • Fyrsti fundurinn
 • Þú verður að velja til að selja
 • Sigurinn sæti að lokum
 • Nokkrar aðferðir til að gera út um kaup
 • Gullna reglan

Ástand: gott

Listin að selja - Tom Hopkins

kr.1.400

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,450 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

269

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

How to master the art of selling

Útgefandi:

Svart á hvítu útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1987

Íslensk þýðing

Gauti Kristmannsson

Höfundur:

Tom Hopkins

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Listin að selja – Tom Hapkins – Uppseld”