Kvæði og dansleikir I. og II. bindi

Íslensk þjóðfræði

Kvæði og dansleikir taka að meginhluta til Fornkvæða, Víkivaka og Viðlaga, en af öðrum efnisflokkum má nefna stökur, kviðlinga, afmorskvæði, þulur og langlokur, Telur Almenna bókafélagið sér mikið happ að hafa fengið mag. Jón Samsonarson til að búa útgáfuna úr garði. Hefur hann unnið að henni í nokkur ár, kannað sæg handrita í innlendum og erlendum söfnum og lagt mikla alúð við verk sitt, eins og best verður af hinni ýtarlegu ritgerð sem hann skrifað að inngangi. En rit þetta, algerlega sjálfstætt að vísu,er hið fyrsta í safni Íslenzkra þjóðfræða, sem nú er unnið að á vegum Almenna bókafélagins.

Þetta er á sínu sviði veglegasta safn þeirra kvæða, sem orðið hafa til með þjóð vorri á liðnum öldum, og hefur fæst af þeim verið tiltækt fyrr en nú enda sitthvað ekki áður komið í leitirnar. Þarf því ekki að efa, að Kvæði og dansleikir eignist sæti meðal grundvallarrita í þjóðlegum bókmenntum Íslendinga, og áreiðanlega er hér um að ræða mikla námu fróðleiks, þar sem jafnvel eitt vísuorð eða viðlag bregður stundum trúlegri birtu yfir umhverfi og aldarfar, en langt mál gæti gert … (Heimild: bakhlið bókarinnar I. og II. bindi)

Bókin Lýðir og landshagir I. og II. bindi  I. bindi er skipt í tvö kafla, með undirköflum  og II. bindi eru 7 kaflar, þeir eru:

I. bindi, efnisyfirlit:

  • Íslenskir dansleikir (32 kaflar)
    • t.d. Dansleikir fyrr á öldum, jólagleði á Þingeyrum, lýsing Magnúsar frá Langholti á gleði …
  • Fornkvæði (144 kvæði)
    • t.d. Kvæði af Ólafi liljurós, Elenar ljóð, kvæði um Margrétu og Eilíf og Gunnbjarnar kvæði …

II. bindi, efnisyfirlit:

  • Stökur og kviðlingar (26 kvæði)
  • Afmorskvæði (12 kvæði)
  • Víkivakakvæði (48 Víkivakar)
  • Viðlög (11 viðlög)
  • Þulur og langlokur (11 þulur og langlokur)
  • Leikkvæði (8 leikkvæði)
  • Skrá um fyrirsagnir og upphöf kvæða og viðlaga

Ástand: gott

kr.4.500

2 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,45 kg
Ummál 15 × 6 × 21 cm
Blaðsíður:

2 bindi: 1. bindi 203 bls +(ccxlii)., 2. bindi 382 bls.

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1. bindi 1964, 2. bindi 1964, 1. bindi 1965, 2. bindi 1966

Hönnun:

Hafsteinn Guðmundsson (útlit)

Höfundur:

Jón Samsonarson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kvæði og dansleikir I-II bindi – Jón Samsonarson”