Ísland í aldanna rás 1976-2000

Saga lands og þjóðar ár frá ári

Sagan er rakin ár frá ári. Fluttar eru fréttir af stjórnmálum, slysförum og helstu stórviðburðum, en einnig frá atburðum úr lífi fólksins í landinu ­ skemmtanalífi, sakamálum, draugagangi og öðrum undrum. Aðalhöfundur er Illugi Jökulsson. Víðfeðm þekking og næmt auga hans fyrir markverðum tíðindum, ásamt fundvísi á fróðlega mola gefur bókinni skemmtilegt yfirbragð. Allt er stutt nákvæmri heimildarýni og nýtur Illugi aðstoðar færustu manna. Þar fara fremstir sagnfræðingarnir Kolbeinn Proppé og Lýður Björnsson. Ýmsir virtir sérfræðingar skrifa yfirlitskafla um efnahagsmál, atvinnumál, menningu o.fl. og gera þar stærri straumum þjóðlífsins skil. Bókin er í stóru broti, prýdd á annað þúsund mynda sem margar koma hér í fyrsta sinn fyrir augu almennings. Jafnframt er textinn studdur ýmsum skýringarmyndum og kortum. Öll er bókin vegleg umgjörð um stórbrotna tíma í   sögu lands og þjóðar. Hún segir frá staðreyndum og túlkar tíðaranda. Ísland í aldanna rás er ómissandi ungum sem öldnum, námsfólki sem fróðleiksþyrstum fagurkerum. Sannkallað stórvirki. (Heimild: Bókatíðindi)

Verk þetta er skipt niður eftir árum frá og með árinu 1976 til og með árið 2000.

Ástand: gott bæði kápa og innsíður.

Ísland í aldanna rás 1976-2000 - Illugi Jökulsson

kr.3.500

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502563 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

SKU: 8502563Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 2,680 kg
Ummál 22 × 5 × 31 cm
ISBN

997977519X

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi og með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Jón Ásgeir í Aðaldal (hönnun bókar og kápa), Jón Ásgeir í Aðaldal (umbrot), Guðmundur Þorsteinsson (umbrot)

Ritstjóri

Sigríður Harðardóttir

Höfundur:

Illugi Jökulsson, Bjarki Bjarnason [et al]

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ísland í aldanna rás 1976-2000 – Uppseld”