Herra Palomar
Ítalinn Italo Calvino (1922-1985) er í hópi frumlegustu rithöfunda tuttugustu aldar og er honum gjarnan skipað í hóp með skáldum á borð við Jorge Luis Borges og Georges Perec. Í sögunni slæst lesandinn í för með herra Palomar sem ver tíma sínum við að horfa á öldurnar og nakinn barm konunnar á ströndinni, hugsa um líkamsburði gíraffans og girnast erótísku gæsafeitina í kjötbúðinni eða hlýða á samtal svartþrastanna í garðinum. Sá sem hefur séð heiminn og himintunglin með augum herra Palomars mun aldrei verða samur á eftir. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.