Karlar sem hata konur

Millenninum-þríleikur, bók eitt

Blaðamaðurinn Mikael Blomkvist er dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir meiðyrði í garð viðskiptajöfursins Hans-Eriks Wennerström og ákveður að taka sér hlé frá störfum á tímaritinu Millenium.
Um sama leyti fær hann einkennilega upphringingu. Hanrik Vanger, fyrrum forstjóri hinnar voldugu Vangersamsteypu, vill ráða Mikael til þess að skrifa sögu fjölskyldunnar. Fljótlega kemur í ljós að fjölskyldusagan er yfirskin: hið raunverulega verkefni er að komast að því hvað varð um unga frænku forstjórans, Harriet, sem hvarf sporlaust fjörtíu árum fyrr.
Mikael Blomkvist er tregur til, en tekur að sér verkefnið. Honum til aðstoðar er ung kona, Lisbeth Salander, mjóslegin, náföl og tattúveruð, frábær rannsakandi og tölvuséní. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Millenninum- þríleikurinn eru: Karlar sem hata konur, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi.

Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu

Karlar sem hata konur - Stieg Larsson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 12 × 4 × 20 cm
Blaðsíður:

543

ISBN

9789979657545

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Män som hatar kvinnor

Útgefandi:

Bjartur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2009

Ljósmyndir:

Ashley MacLean & Traci Matlock (ljósmynd á kápu)

Hönnun:

Dynamo (kápuhönnun)

Íslensk þýðing

Halla Kjartansdóttir

Höfundur:

Stieg Larsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Karlar sem hata konur – Stieg Larsson – Kilja”