Árbók Þingeyinga – 34 árgangar 1958-1991
Verk þetta eru fyrstu 34 árgangar af Árbók Þingeyinga, þau eru innbundin í gott band og eru það 17 bindi sem ná frá 1958 til 1991. Allt sem nýtt og enginn nafnamerking né krot er í þessum pakka.
Árbók Þingeyinga er útbreiddasta átthagarit á Íslandi og hefur komið út árlega frá 1958. Í ritinu eru birtar fróðlegar og skemmtilegar greinar af margvíslegum toga er tengjast sýslunum tveimur á einn eða annan hátt, en þar að auki sögur, ljóð og annálar. Árbók Þingeyinga er ómetanlega heimild um líf og störf fólks í Þingeyjarsýslum og er markmiðið með útgáfunni er að fræða og skemmta, ungum sem öldnum.
Efnisyfirlit í 1. árgangi 1958 er:
Byggðasafn Þingeyinga, eftir Pál H. Jónsson
Áhyggjuefni (ljóð), eftir Egil Jónasson
Hvað óttast minn vin?, eftir Sig. Hauk Guðjónsson
Kvæði, eftir Benedikt Björnsson
Eggjagrjót, eftir Helga Hálfdanarson
Kvæði, eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi
Gestir, eftir Sóleyju í Hlíð
Landneminn, eftir Þórólf Jónasson
Sýslubókasafnið í Leirhöfn, eftir P. Þ.
Kvæði, eftir Brynjólf Sigurðsson
Guðmundur í Flatey, eftir Bjartmar Guðmundsson
Lestrarfélag Mývetninga 100 ára, eftir Jóhannes Sigfússon
Í fám orðum sagt
Hveitið á Valþjófsstöðum og Stóruvöllum, eftir P. Þ.
Sóknarvísur Staðarsóknar í Köldukinn, eftir Jón Sigurðsson
Þegar heiðin brann, eftir Bjartmar Guðmundsson
Sauðfjárræktin í Norður-Þingeyjarsýslu, eftir Grím Jónsson
Tíðindi úr héraði
Til lesenda, eftir Bjartmar Guðmundsson
17 bindin eru þessi:
- Bindi 1.-2. árgangur 1958-1959, bls. 216, 224 þyngd 0,850
- Bindi 3.-4. árgangur 1960-1961, bls. 224, 260, þyngd 1,1
- Bindi 5.-6. árgangur 1962-1963, bls. 192, 244, þyngd 0,920
- Bindi 7.-8. árgangur 1964-1965, bls. 264, 242, þyngd 0,990
- Bindi 9.-10. árgangur 1966-1967, bls. 256, 256, þyngd 0,990
- Bindi 11.-12. árgangur 1968-1969, bls. 238, 248 , þyngd 0,920
- Bindi 13.-14. árgangur 1970-1971, bls. 228, 280, þyngd 0,920
- Bindi 15.-16. árgangur 1972-1973, bls. 260, 281 , þyngd 0,990
- Bindi 17.-18. árgangur 1974-1975, bls. 237,299, þyngd 0,990
- Bindi 19.-20 árgangur 1976-1977, bls. 219, 223 þyngd 0,930
- Bindi 21.-22. árgangur 1978-1979, bls. 284,264, þyngd 1,1
- Bindi 23.-24. árgangur 1980-1981, bls.283 323, þyngd 1,3
- Bindi 25.-26. árgangur 1982-1983, bls. 293, 254, þyngd 1,1
- Bindi 27.-28. árgangur 1984-1985, bls. 263, 267 , þyngd 1,1
- Bindi 29.-30. árgangur 1986-1987, bls. 281, 278, þyngd 1,1
- Bindi 31.-32. árgangur 1988-1989, bls. 290, 303 , þyngd 1,2
- Bindi 33.-34. árgangur 1990-1991, bls. 282, 258, þyngd 1,2
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.