Áin mín
Sex kunnir stangaveiðimenn þeir: Ólafur Helgi Ólafsson, Halldór Snæland, Jón G. Baldvinsson, Gunnar Sveinbjörnsson, Ásbjörn Óttarsson og Eiríkur Sveinsson. Segja frá uppáhaldslaxveiðiánni sinni. Flestir laxveiðimenn eiga það sameiginlegt að eiga sér uppáhaldsveiðiá eða -veiðisvæði. Af mörgum og mismunandi ástæðum hafa þeir hrifist svo af ákveðnum ám að nánast er um töfra að ræða. Þeir hafa haldið tryggð við árnar í gegnum þykkt og þunnt og hvorki spurt um verðlagningu veiðileyfa né aflahorfur. Þessir menn geta sagt í hjartans einlægni: ÞETTA ER ÁIN MÍN.
Í þessari bók er brugðið ljósi á hið óvígða samband veiðimanns og árinnar hans. Sex kunnir stangaveiðimenn segja frá uppáhaldsánni sinni, lýsa henni og segja frá eftirminnilegum atburðum og veiðifélögum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Áin mín eru 12 kaflar, þeir eru:
- Laxá í Kjós og Bugða
- Ólafur H. Ólafsson
- Langá á Mýrum
- Halldór Snæland
- Norðurá
- Jón G. Baldvinsson
- Þverá-Kjarrá
- Gunnar Sveinbjörnsson
- Miðfjarðará
- Ásbjörn Óttarsson
- Hofsá
- Eiríkur Sveinsson
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.